fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Ísland er ekki ónýtt

Egill Helgason
Þriðjudaginn 25. nóvember 2014 08:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er ekki ónýtt og það er heldur engin ástæða til að láta sig dreyma um að hlaupa í faðm Norðmanna og ríkidæmis þeirra. Norðmenn myndu heldur ekki vilja taka við okkur, munu reyndar eiga nóg með sitt þegar olíuverð fer lækkandi.

Síðustu daga höfum við meira að segja séð dæmi þess að lýðræði geti virkað ágætlega á Íslandi. Ráðherra sem varð illilega á í messunni sagði af sér, byssum sem var búið að kaupa með dularfullum hætti frá Noregi er skilað. Gagnrýnisraddirnar urðu ofan á.

Margt af því sem við eigum við að etja hér er partur af alþjóðlegri þróun, eins og til dæmis ill framkoma við ræstingafólk. Hér er þó farin í gang umræða um að laga þetta – maður vonar að hún beri ávöxt. Þeir sem vinna erfiðustu láglaunastörfin eru flestir útlendingar – enn er það gæfa okkar að hér skuli ekki starfa hægriöfgaflokkar eins og í flestöllum nágrannalöndunum.

Þjóðfélagsumræðan getur vissulega verið erfið. Fámennið og nábýlið hjálpar ekki. Nú eru framundan harðvítug átök um stjórn fiskveiða. Þar ríður á miklu að fámennur en mjög valdamikill minnihluti reyni ekki að troða hagsmunum sínum ofan í kokið á þjóðinni sem lítur á þessa auðlind sem eign sína. Í því sambandi er kannski ágætt að minnast þess hvernig fór í Icesave málinu – þar var annað dæmi um það að lýðræðið getur spjarað sig vel á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu