fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Vinnubrögð sem tíðkast varla

Egill Helgason
Mánudaginn 24. nóvember 2014 13:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ótrúleg hugmynd að aðstoðarmaður ráðherra eða ráðherra sjálfur geti fengið upplýsingar úr réttarkerfinu að vild. Barasta með símtali. Þess vegna í óskráðan síma.

Við getum ímyndað okkur hvað þetta getur haft í för með sér. Ráðherra og aðstoðarmenn sitja á skrifstofu og panta alls kyns upplýsingar um fólk sem þeim er í nöp við.

Nota þær kannski, dreifa áfram eftir hentugleikum. Hafa þær í bakhöndinni.

Þetta gengur auðvitað ekki og því verður varla trúað að lögreglustjórinn sem var á Suðurnesjum og er nú í Reykjavík trúi því að þetta sé eðlilegur framgangsmáti.

Í þessu samhengi virkar ráðherra ekki sem yfirmaður lögreglu – þótt hann kunni að fara með lögreglumál í ríkisstjórn.

Fréttablaðið fjallar um þetta mál í morgun og segir að lögreglustjórar sem blaðamaður talaði við hafi heldur ekki kannast við að þetta verklag tíðkaðist. Einn lögreglustjórinn segir að þessi vinnubrögð séu undarleg.

Blaðið hafði einnig samband við Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu og hefur eftir henni þessi orð:

Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, telur aðstoðarmenn ekki hafa heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra þeirra. Aðstoðarmenn geti einungis óskað eftir gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra sem þeir vinna fyrir eða stefnumótun. Ragnhildur bendir jafnframt á að rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur ekki eftirliti dómsmálaráðherra heldur ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?