fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Dýrmæt gömul plata

Egill Helgason
Sunnudaginn 23. nóvember 2014 22:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég rakst á þessa mynd af plötu sem ég átti þegar ég var lítill strákur og hlustaði oft á. Kannski fyrstu kynni mín af klassískri músík – ásamt Árstíðum Vivaldis með ítalska kammerhópnum I Musici sem var líka til heima.

Þetta er Pétur og úlfurinn eftir Prokofieff. Leikinn inn á plötu 1956 af Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Dr. Václavs Smetácek. Helga Valtýsdóttir segir söguna, ég held að systir hennar Hulda hafi þýtt. Þær voru þá með barnatíma í útvarpinu.

Það var Fálkinn sem gaf út plötuna sem naut mikilla vinsælda. Hún var tíu tommur að stærð – semsagt nokkuð minni en venjuleg lp-plata.

Á hulstrinu má sjá merki Sinfóníunnar frá þessum tíma – það sést ekki núorðið. Mér sýnist þetta vera fiðla og óbó innan í hring, en í ytri hringnum er nafn hljómsveitarinnar.

Umslag plötunnar er sérlega fallegt. Það væri gaman að vita hver listamaðurinn er.

 

10686836_10204035360941546_5309197242891946693_n

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 klukkutíma
Dýrmæt gömul plata

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?