fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Hin alltumlykjandi umræða

Egill Helgason
Sunnudaginn 23. nóvember 2014 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef verið að fletta blöðum úr kalda stríðinu. Umræðan nú er eins og pís of keik miðað við það sem þá var.

Menn voru einatt kallaðir landráðamenn, geðsjúklingar eða skríll. Stóru orðin voru ekki spöruð.

En umræðan er auðvitað ekki eins alltumlykjandi og þá. Nú höfum við internetið og samskiptamiðla þar sem birtast viðbrögð við því sem stjórnmálamenn segja og gera nær samstundis. Netið gleymir heldur ekki því sem þeir segja – það getur verið frekar óþægilegt.

Eitt sinn var Þjóðarsálin á Rás 2 hálftíma í viku. Nú er eins og hafi verið skrúfað frá þjóðarsálinni allan sólarhringinn.

Pólitíkusar kvarta undan óvæginni umræðu eftir hrun. En ég held að þetta hafi minnst með hrunið að gera. Þróunin á samskiptamiðlunum er alþjóðleg. Við erum ekki sér á báti hérna.

Veruleiki stjórnmálanna er dálítið annar vegna þessa. Þeir eru undir meiri smásjá, orð þeirra eru vegin og metin jafnóðum. Hroki og oflæti virkar mjög illa. Pólítíkusar mega samt ekki festast í að horfa inn í þennan heim, þá missa þeir sálarfriðinn.

Ég hef vitnað í þau orð Davíðs Oddssonar að ekki sé gott að liggja með eyrun of þétt að grasrótinni – þá kunna ormar að skríða upp í þau.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?