fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Hin alltumlykjandi umræða

Egill Helgason
Sunnudaginn 23. nóvember 2014 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef verið að fletta blöðum úr kalda stríðinu. Umræðan nú er eins og pís of keik miðað við það sem þá var.

Menn voru einatt kallaðir landráðamenn, geðsjúklingar eða skríll. Stóru orðin voru ekki spöruð.

En umræðan er auðvitað ekki eins alltumlykjandi og þá. Nú höfum við internetið og samskiptamiðla þar sem birtast viðbrögð við því sem stjórnmálamenn segja og gera nær samstundis. Netið gleymir heldur ekki því sem þeir segja – það getur verið frekar óþægilegt.

Eitt sinn var Þjóðarsálin á Rás 2 hálftíma í viku. Nú er eins og hafi verið skrúfað frá þjóðarsálinni allan sólarhringinn.

Pólitíkusar kvarta undan óvæginni umræðu eftir hrun. En ég held að þetta hafi minnst með hrunið að gera. Þróunin á samskiptamiðlunum er alþjóðleg. Við erum ekki sér á báti hérna.

Veruleiki stjórnmálanna er dálítið annar vegna þessa. Þeir eru undir meiri smásjá, orð þeirra eru vegin og metin jafnóðum. Hroki og oflæti virkar mjög illa. Pólítíkusar mega samt ekki festast í að horfa inn í þennan heim, þá missa þeir sálarfriðinn.

Ég hef vitnað í þau orð Davíðs Oddssonar að ekki sé gott að liggja með eyrun of þétt að grasrótinni – þá kunna ormar að skríða upp í þau.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar