fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Eyjan

Fræðsla um sorgarviðbrögð og kynlíf

Egill Helgason
Fimmtudaginn 20. nóvember 2014 23:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári kom heim úr skólanum í dag og kvartaði undan því að dagurinn hefði verið ótrúlega erfiður.

Fyrst var fræðsla um sorg og sorgarviðbrögð.

Síðan var kynfræðsla. Hann sagði að hún hefði verið mjög nákvæm og hreinskilin. Ekkert dregið undan.

Óþarflega svo – bekkurinn var í flisskasti.

Þegar hann kom heim sagðist hann vilja horfa á mynd um sætar mörgæsir.

Ég held hann hafi átt við Magga mörgæs, ekki myndirnar um mök mörgæsa og sela sem hafa birst á veraldarvefnum undanfarið.

 

PinguQuarrelsWithHisMother2

Við þetta rifjaðist upp skólaganga mín.

Það datt engum í hug að kenna okkur sorgarviðbrögð, en hvað varðar kynfræðsluna þá var hún á blaðsíðu 82-84 í heilsufræðinni. Öll börn vissu hvað var átt við þegar þetta blaðsíðutal var nefnt. Alkunna var að margir kennarar slepptu þessum síðum.

Þegar ég var í tólf ára bekk í Melaskóla beið hópurinn í ofvæni eftir því hvort kennarinn okkar myndi fara í þessar síður. Spenningurinn magnaðist eftir því sem nær þeim dró – en, vonbrigðin voru nokkur, reyndar blandin dálitlum létti, þegar kennarinn hljóp yfir þessar frægu blaðsíður.

Lét eins og þær væru ekki til.

Ég þekkti reyndar dæmi um börn sem var svo ofboðið að þau heftu síðurnar aftur eða límdu þær saman – nema foreldrarnir hafi gert það.

Og það þrátt fyrir að ekki mætti skemma bækurnar sem við fengum afhentar frá Ríksútgáfu námsbóka.

Maður varð semsagt að hafa önnur ráð með að fræðast um kynlífið. Og líklega lærði maður aldrei almennilega.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti