fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Eyjan

Alltof fáir Íslendingar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 19. nóvember 2014 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinur minn einn segir í hvert skipti sem við hittumst að Íslendingar séu of fáir.

Það eru of fáir skattgreiðendur, of fáir neytendur, of fátt fólk til að manna störf og embætti með sómasamlegum hætti – og svo fátt fólk að þjóðfélagsumræðan leysist upp í þras og leiðindi, líkt og í smáþorpi.

Vinur minn segir að Íslendingar þyrftu að vera þrjár milljónir.

En það er vandséð hvernig væri  hægt að fjölga okkur. Það er eiginlega sama hvað við stöndum okkur vel í barneignum, þetta gengur of hægt.

Innflytjendur eru reyndar orðnir um átta prósent af þjóðinni – það hlutfall hefur hækkað ört á skömmum tíma.

Hvað er þá til ráða?

Vinur minn er stundum í öngum sínum yfir þessu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga