fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Eyjan

Mr. Helgason – íslensk ættarnöfn

Egill Helgason
Mánudaginn 17. nóvember 2014 23:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska nafnahefðin verður líklega brátt úr sögunni ef þingfrumvarp um að heimila fólki að taka upp ættarnöfn að vild verður að veruleika. Það er fjarska ósennilegt að gamla kerfið standist þetta.

Við ríghöldum enn í föðurnafnakerfið, svo mjög að bannað er með lögum að taka upp ný ættarnöfn. Þeir sem voru með ættarnöfn fyrir bannið mega halda þeim. Löggjafinn hefur semsagt litið á þetta sem stórt málverndaratriði.

Það er dálítið spaugilegt að fyrsti flutningsmaður tillögu um frelsi í mannanöfnum skuli heita Proppé.

Fyrsti Proppé-inn mun hafa verið danskur bakari í Hafnarfirði – hann var uppi á 19. öld.

Kannski verða einhverjir til að viðhalda íslensku föðurnafnakerfinu – sem hefur líka í sumum tilfellum orðið móðurnafnakerfi á síðust árum – en smátt og smátt munu ættarnöfn verða ríkjandi eins og alls staðar í hinum vestræna heimi.

Það verður auðveldara fyrir hagstofurnar, tölvurnar og Íslendingana sem verða með annan fótinn í útlöndum. Verði leyft að skrá ný ættarnöfn munu þau örugglega komast í tísku.

Það verður gaman að heyra útfærslurnar.

Reyndar tilkynnti sonur minn mér það síðastliðið sumar, þegar við vorum í útlöndum, að hann vildi helst heita Helgason. Við vorum á fínu hóteli þar sem hann var ávarpaður sem Mr. Helgason. Stráknum líkaði það vel, enda virkar nafnið vel á erlendri grund – flestir ná því í fyrsta sem verður ekki beinlínis sagt um öll íslensk nöfn.

En fái þetta frumvarp framgang og verði samþykkt á Alþingi þýðir það að allverulega er slakað á íslensku málverndarstefnunni. Líklegast er að þetta verði svæft í nefnd.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal