fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Ysta hægrið og pútínisminn

Egill Helgason
Laugardaginn 15. nóvember 2014 12:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Morgunblaðinu er lítil frétt þar sem segir frá því að til standi að stofna rússneska útgáfu af Wikipediu, til að „tryggja íbú­um lands­ins ör­ugg­an aðgang að ná­kvæm­um og áreiðan­leg­um upp­lýs­ing­um um landið“.

Staðreyndin er sú að til er rússnesk Wikipedia, hún er samstofna þeirri stórmeku Wikipediu sem notuð er um víða veröld.

Það sem er hér á seyði er opinber Wikipedia, sem mun boða heimsmynd Vladimirs Pútín. Hann hefur sagt að netið sé CIA-samsæri – og nú er netfrelsi þannig háttað í Rússlandi að bloggarar sem hafa fleiri en 3000 lesendur þurfa að skrá sig sérstaklega.

Þessi hugmynd er svipaðrar ættar og síðan sem kallast Conservapedia í Bandaríkjunum. Þar fjalla vinsælustu greinarnar meðal annars um þróun, samkynhneigð, hættur trúleysis, mann sem þeir kalla Barak Hussein Obama og gildismat Hollywood.

Maður getur kallað þetta ýmsum nöfnum, sagt að þetta sé ídíótískt og ég veit ekki hvað – en þetta sýnir ekki síst hvað ysta hægrið og pútínisminn eiga mikla samleið.

 

Conservapedia

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar