fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Styrmir, kommúnisminn og nasisminn

Egill Helgason
Fimmtudaginn 13. nóvember 2014 14:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson sagði frá því í minningargrein um Eyjólf Konráð Jónsson á sínum tíma að einhvern tíma þyrfti að skýra frá því hvernig sjálfstæðismenn njósnuðu um kommúnista í kalda stríðinu.

Það þarf ábyggilega að skýra þetta út fyrir sumum lesendum.

Eyjólfur Konráð, eða Eykon, var ristjóri Morgunblaðsins, einn af stofnendum Almenna bókafélagsins, einn helsti hugmyndafræðingur hægri manna á Íslandi – hann var mjög virkur í baráttunni í kalda stríðinu. Styrmir var ungur hægri maður, blaðamaður á Morgunblaðinu og ritstjóri þess frá ungum aldri.

Njósnir Styrmis virðast aðallega hafa verið fólgnar í því að fá upplýsingar frá manni sem sótti fundi hjá sósíalistum – þeir voru kallaðir kommúnistar í Mogganum og sumir þeirra voru það vissulega þótt átrúnaðurinn á Sovétríkin færi dvínandi.

Þessum upplýsingum var síðan miðlað í Morgunblaðið sem greindi furðu nákvæmlega frá innri málefnum sósíalista.

Það er spurning hvort eigi að kalla þetta njósnir hjá Styrmi – kannski mætti frekar nota hið vinsæla orð „leka“.  Það er frekar að maður staldri við hlut Eykons, sem var í tengslum við bandaríska sendiráðið.

Þetta skýrist nánar í bók Styrmis sem kemur út að manni skilst í næstu viku. Hálf öld er liðin frá þessum atburðum og það er kannski spurning hvað áhuginn er mikill hjá öðrum en sagnfræðingum, en þettta fyllir vissulega upp í ákveðna mynd. Og það verður forvitnilegt að heyra hver verða viðbrögð forystumanna sósíalista sem enn eru á lífi – grunaði þá að væri uppljóstrari í þeirra röðum?

Í bókinni mun Styrmir líka gera upp við sjálfan sig og þá stjórnmálahreyfingu sem hann ólst upp við. Faðir hans hallaðist til nasisma sem og fleiri fjölskyldumeðlimir. Það eru þungar klyfjar en Styrmir skoðar hvaða áhrif þjóðernissósíalisminn hafði á hann sjálfan og framgöngu hans í kalda stríðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar