fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Eyjan

Dagur ljóðsins – og afmæli Einars Ben

Egill Helgason
Föstudaginn 31. október 2014 12:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag eru liðin 150 frá fæðingu skáldsins og athafnamannsins Einars Benediktssonar.

Einar var mjög stór persóna í hugum Íslendinga lengi eftir andlát sitt – hann reis hátt en dó snauður og afskiptur – öll sú saga er mjög ævintýraleg.

Ævisaga Einars eftir Guðjón Friðriksson er mjög vinsæl bók.

Sem skáld stendur Einar aðeins veikar. Lengi kunnu menn að þylja upp úr verkum hans, það var grínast með að þetta gerðu fyrst og fremst íslenskir athafnamenn, útgerðarmenn og bisnessmenn, á fylleríum. Fulli kallinn á barnum á Borginni sem þylur upp úr Einari er sterkt minni í íslenskri menningarsögu.

Ákveðið hefur verið að 31. október – afmælisdagur Einars – verði framvegis Dagur ljóðlistarinnar.

Jú, hún má vel eiga sinn dag, satt að segja stendur ljóðlistin dálítið höllum fæti á upplýsingaöldinni. En ég sá á Facebook að einhverjir voru að gera athugasemd við að þessi dagur væri valinn en ekki einhver annar.

Hví ekki afmælisdagur Steins, 13. október, Snorra Hjartarsonar, 22. apríl, Tómasar Guðmundssonar, 6. janúar – nú eða einhverrar skáldkonu?

Kristján B. Jónasson bókaútgefandi skrifar á Facebook:

Ég verð að viðurkenna að mér finnst það ákaflega undarlegt að gera fæðingardag skálds sem enginn les og skipti nánast engu máli í þróun íslenskra bókmennta að Degi ljóðlistar. Ég tek jafnan dæmi af því að þótt höfundarverk Einars Benediktssonar hafi dottið úr rétti 1. jan. 2011 hefur enn enginn gefið það út, enda vita menn sem er að það er engin eftirspurn eftir kvæðum hans.

Annars skiptir kannski ekki svo miklu máli hvaða dagsetning þetta er nákvæmlega. Dagur Sigurðarson sem var fæddur 6. ágúst taldi það vera Dag ljóðsins og orti svona:

Dagur
Dagur
Dagur
Dagur
Dagur
ljóðsins

 

dagur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal