fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Margslungin saga kokteilsósunnar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 29. október 2014 15:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er kokteilsósan íslensk?

Sú saga hefur verið lengi á kreiki og þessu heldur Úlfar Eysteinsson matreiðslumaður fram. Hann segir að Maggi á Aski hafi fundið upp kokteilsósuna – líklega á sjöunda áratugnum.

Þá var blandað saman majonesi og tómatsósu – hún var reyndar Vals, aðallega búin til úr eplum og sykri, þar kemur vissulega ákveðið íslenskt element inn í. Kannski má segja að sú útgáfa kokteilsósunnar sé íslensk?

Askur var þá vissulega mikill frumherjastaður. Þar var hægt að fá hamborgara og kótilettur sem voru steiktar yfir opnum eldi.

En ef maður legst í smá rannsóknarvinnu má sjá að saga kokteilsósunnar er nokkuð margslungin.

Í Bandaríkjunum er sagt að Arctic Chain veitingahúsakeðjan fá Utah hafi fundið upp kokkteilsósuna árið 1948. Þar er þetta kallað fry sauce eða burger sauce.

Í Frakklandi er þetta kallað sauce américaine eða einfaldlega ketchup-mayo, en í Brasilíu rosé-sósa.

Í Argentínu er líka hefð fyrir þessari sósu en þar kallast hún golf-sósa. Þar í landi er almannarómur að sósan hafi verið fundin upp um miðjan þriðja áratug síðustu aldar í golfklúbbi í Mar del Plata.

IMG_7841-1

Kokteilsósa? Nei, golfsósa frá Argentínu. En þeir áttu auðvitað aldrei Vals tómatsósu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin