fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Eyjan

Hvar er íhaldið?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. október 2014 10:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íhald er ansi kröftugt orð – þýðing á erlenda orðinu conservative.

Ég veit ekki hver uppruni þýðingarinnar er, en Sjálfstæðisflokkurinn var lengi kallaður Íhaldið og þótti flokksmönnum það heldur miður.

„Allt er betra en Íhaldið,“ á Hermann Jónasson að hafa sagt.

En nú er eiginlega þannig komið að maður saknar alvöru íhalds á Íslandi. Það er eins og rödd íhaldsins vanti á hægri vægnum.

Íhald stendur vörð um gömul gildi, stofnanir og menningu, og kærir sig ekki um óróa eða upplausn. Og íhald er ekki andsnúið ríkisvaldinu eins og frjálshyggjan.

Þannig eiga frjálshyggja og íhald ekki endilega samleið, þótt þessir hugmyndastraumar lendi stundum innan sömu flokka. Og sá kapítalismi sem nú er stundaður, og er arfleifð þeirra Reagans og Thatchers, er í raun ekki vel samrýmanlegur við íhaldsstefnu – hann byggir á róttækum hugmyndum um að allt sé hægt að meta í peningum.

Hér á Íslandi hefur íhaldið meira og minna verið að leysast upp í frjálshyggju, framsóknarmennsku eða tækifærisstefnu. Í þau fáu skipti að maður kemur auga á alvöru íhaldsmenn finnur maður til gleði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal