fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Breyttir neysluhættir árþúsundskynslóðarinnar

Egill Helgason
Mánudaginn 27. október 2014 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nokkuð síðan að birtist í tímaritinu The Atlantic  merkileg grein um breyttan tíðaranda. Greinin hefur síðan verið mikið rædd, enda er þar spurt stórra spurninga.

Þarna segir að árþúsundskynslóðin – þ.e. aldurshópurinn sem var að alast upp í kringum 2000 – hafi ekki áhuga á neyslumynstri foreldra sinna. Netið breytir líka miklu í þessu sambandi.

Þetta er fyrsta kynslóðin sem er alin upp við internetið frá blautu barnsbeini, að vera sítengdur við alla veröldina í gegnum tölvu. Góðar tengingar eru semsagt mjög mikilvægar.

En bílar eru það ekki. Bílaframleiðendur í Bandaríkjunum eru í mestu vandræðum með hvernig eigi að selja þessu unga fólki bíla. Reynt hefur verið að markaðssetja smábíla fyrir það – jafnvel dreifa ókeypis bílum til áhrifamikilla bloggara – en allt kemur fyrir ekki.

Miklu færri ungmenni í Bandaríkjunum eru með bílpróf nú en var á síðustu öld. Aðrir nota mikið bíla sem eru leigðir til stutts tíma, eins og Zipcars – það er einfaldlega hægt að komast undir stýri á svoleiðis bíl á stuttum tíma með hjálp farsíma.

Þessi kynslóð er líka að kaupa sér hús í miklu minna mæli en áður – fjöldi húsnæðislána hefur hríðfallið. Ástæðurnar eru auðvitað efnahagslegar, en þetta tengist líka lífstíl – áhuginn á að eignast hús í úthverfum er ekki samur og áður.

Bandaríska hagkerfið byggir á neyslu. Nú velta menn því fyrir sér hvort þetta eru varanlegar breytingar á lífsháttum eða hvort árþusundskynslóðin eigi eftir að taka við sér í neyslunni?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin