fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Vesturfarar í kvöld – Stephan og Iris

Egill Helgason
Sunnudaginn 19. október 2014 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níundi þáttur Vesturfara er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld klukkan 20.10

Í þessum þætti förum við til Albertafylkis, vestur undir Klettafjöllum, á slóðir skáldsins Stephans G. Stephanssonar.

Stephan nam þvívegis land í Ameríku, síðast í Markerville í Alberta. Hús hans þar er safn, ekki bara um hann, heldur líka um lífshætti landnema í vestrinu.

Í þættinum kynnumst við tveimur eftirlifandi barnabörnum Stephans G., Iris Bourne sem hefur fengist við búskap allt sitt líf og Stephan Benediktson, sem hefur starfað við olíuboranir víða um heim. Móðir þeirra var Rósa, yngsta barn skáldsins.

Rósa var fædd 1900 og dó 1995. Maður hennar var Sigurður Benediktsson, en hann dó fyrir aldur fram 1942, en eftir það þurfti Rósa að sjá fyrir börnum sínum. Stephan fór að vinna í olíuiðnaði en Iris hélt tryggð við sveitina og hefur stundað búskap allt sitt líf.

 

tvo

Iris og Stephan í gamla skólanum í Markerville. Þetta var hús með einni skólastofu og þar bjó kennslukonan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Ferguson fer til Roma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér