fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Misskilinn netfúndamentalismi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 16. október 2014 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þykja þetta kannski fjarska smáborgaraleg viðhorf – og maður sér víða á netinu að þau eiga ekki alls staðar upp á pallborðið.

En tökum til dæmis svokallaða skráarskiptisíðu sem nefnist deildu.net. Á þessari síðu hefur meðal annars verið hægt að ná í stolið efni. Við höfum dæmi um að íslenskir þættir og kvikmyndir sem eiga njóta höfundarréttarverndar er hlaðið niður í tugþúsundatali í gegnum svona síður.

Þetta er auðvitað hreinn þjófnaður og ekkert annað.

Maður heyrir þau rök, ekki síst hjá Pírötum, að ekki þýði að loka svona síðu – hún fari þá bara eitthvað annað.

En það er auðvitað fals, við hættum ekki að fara eftir lögum þótt einhverjir komist upp með að brjóta þau.

Við leyfum ekki hraðakstur þótt við vitum að margt fólk stundar hann – án þess að lögreglan nái að handsama það.

Og reyndar segir í þessari frétt á vef Rúv að bönn virki gegn deilisíðum eins og Piratebay.

Annað mál er lokun á íslömsku öfgasamtökin Isis sem notuðu íslenskt lén til að vista netsíðu. Þessu hefur líka verið mótmælt – í nafni tjáningarfrelsis.

Og svo er líka sagt að þau fari bara eitthvað annað með vef sinn. Það má vera.

En þetta er samt frekar einfalt – við eigum ekki að leyfa fasista, ofbeldismenn og morðhunda í íslenskri lögsögu.

Ekki verður betur séð en að hér eigi við eftirfarandi ákvæði um tjáningarfrelsi úr stjórnarskránni:

Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.

Í þessu öllu felst misskilinn fúndamentalismi, eins og engin lög og reglur megi gilda á netinu, það megi bara ekki trufla neitt – annars sé netið eiginlega bara ónýtt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Ferguson fer til Roma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér