fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Læknar án landamæra og ebólan

Egill Helgason
Miðvikudaginn 15. október 2014 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sagt að allt hafi farið úrskeiðis sem átti ekki að fara úrskeiðis í ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku.

Það er hryllilegt ef 10 þúsund manns fara brátt að smitast á viku. Þá er sjúkdómurinn kominn úr böndunum. Ríkin eins og Líbería, Sierra Leone og Guínea hafa ekki heilbrigðisþjónustu eða sóttvarnir til að eiga við þetta.

Ljóst er að mikinn stuðning þarf frá alþjóðasamfélaginu – og við skulum ekki vera sjálfselsk og veita stuðning vegna óttans við að sjúdómurinn fari að snerta okkur sjálf, heldur vegna fólksins sem er að veikjast þar og nú. Það er einfaldlega ekki verið að gera nóg.

Hér er Facebook-síða Lækna án landamæra, þetta eru stórkostleg samtök sem eru í framlínunni í baráttunni gegn sjúkdómum af þessu tagi. Þetta eru hugsjónasamtök sem byggja mikið á sjálfboðavinnu og veita heilbrigðisþjónustu í löndum þar sem er fátækt og neyð.

Eftir að hafa lesið mér til um útbreiðslu ebólunnar ákvað ég að styrkja Lækna án landamæra með mánaðarlegu framlagi. Það er ekki vegna þess að ég sé svo góður eða göfugur – mér finnst það einfaldlega rétt og skynsamlegt.

Og hér er vefur Lækna án landamæra. Þar er hægt að gerast styrktaraðili.

MSB13568

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við