Í áttunda þætti Vesturfara, sem var sýndur í gærkvöldi, vorum við í Norður-Dakóta. Í þættinum var mikið fjallað um skáldið Káin sem þar bjó. Meðal annars var rætt við Kristínu Hall, en Káinn orti um hana afar fallegt kvæði þegar hún var barn.
Viðar Hreinsson, sem er manna fróðastur um Vestur-Íslendinga, setti þessa færslu um Káin á Facebook eftir þáttinn:
Kona nokkur hellti skömmum yfir KN fyrir það hvernig hann sóaði hæfileikum sínum í drykkju og sagði að hann hefði getað valið úr konum til að kvænast ef hann hefði ekki drukkið svona. Káinn svaraði:
Gamli Bakkus gaf mér smakka,
gæðin bestu, öl og vín,
honum á ég það að þakka,
að þú ert ekki konan mín!
Þáttinn má sjá með því að smella hérna.