Hér er viðtal sem birtist á Rás 1 í gær – þetta var frumraun mín í Laugardagsviðtalinu sem ég stýri annan hvern laugardag í vetur, á móti Sigurlaugu M. Jónasdóttur.
Ég ræði við Harald Sigurðsson eldfjallafræðing um gosið eystra, loftslagsbreytingar, olíuvinnslu og orkumál, Grænland, rannsóknir hans víða um heim og dálítið um einkalíf hans. Haraldur er nokkuð ævintýralegur maður, segir vel frá og hefur hæfileikann til að láta flókin efni virðast einföld.
Þið getið hlustað á viðtalið með því að smella hérna.