fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Nú þarf að birta símtalið!

Egill Helgason
Fimmtudaginn 9. október 2014 20:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn einu sinni rifjast upp lánið til Kaupþings sem veitt var í bankahruninu 2008. Þetta var fáum dögum áður en bankinn hrundi endanlega og lykilgagn í þessu er símtal milli Geirs Haarde forsætisráðherra og Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra.

Það er algjörlega með ólíkindum að þetta símtal fáist ekki birt. Þarna var gjaldeyrisforða þjóðarinnar spilað burt – og tekið veð í banka og það í miðri bankakreppu.

Og nú er endanlega komið í ljós að megnið af þessum 500 milljónum evra tapaðist, en þegar fjármunirnir komust til Kaupþings hvarf hluti af þeim í einhverja hít, þeim var skotið undan eða jafnvel stolið. Eða hvað varð um peningana?

Þetta var ekki einkamál forsætisráðherrans og seðlabankastjórans, heldur opinber gjörningur sem varðar allan almenning. Það eru nákvæmlega engin rök fyrir því að birta ekki símtalið og engin skýring á því heldur nema að viðkomandi séu að reyna að verja orðspor sitt – sem er þegar verulega skaddað.

En ríkið er ekki til fyrir þá og er ekki í þeirra eigu – heldur okkar allra sem byggjum þetta land.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við