Ég las í dag á vef sem fjallar um ferðamennsku að Reykjavík sé ein öruggasta borg í heimi. Þar er vitnað í Lonely Planet sem segir: „Ef þið finnið öruggari borg, látið okkur vita.“
Ég fór í framhaldi af því að velta fyrir mér hvort Ísland væri ekki örugglega eina landið í heiminum þar sem birtast fréttir í fjölmiðlum ef einhver kemur auga á rottu?