fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Víkingamyndir og skeggvöxtur

Egill Helgason
Miðvikudaginn 8. október 2014 12:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fréttum les maður að Baltasar Kormákur og Ólafur Egilsson hafi gert samning við Universal kvikmyndaverið um að gera víkingamynd. Það er skemmtilegt.

Víkingamyndir eru í raun ekkert sérlega algengar – ekki miðað við hvað sagnasjóðurinn er stór. Af íslenskum víkingaaldrarmyndum tókst best til þegar Hrafn Gunnlaugsson gerði Hrafninn flýgur. Þar fór Hrafn ekki bara í fornbókmenntirnar heldur notaði hann líka minni úr kvikmyndum, ekki síst frá Sergio Leone. Norðri Hrafns bar svipmót af klassískum vestrum.

Í víkingamyndum hefur stundum verið vandamál hvað búningarnir virðast of púkalegir, leiktjöldin ósannfærandi og tungutakið skrýtið. Upp á síðkastið hafa reyndar verið gerðir leiknir sjónvarpsþættir um víkinga sem hafa notið vinsælda – þeir fjalla um ævintýri manns sem er kallaður Ragnar Lothbrok.

1957 var gerð mikil stórmynd sem nefndist The Vikings með Kirk Douglas og Tony Curtis í aðalhlutverki. Myndin var tekin upp í Harðangursfirði í Noregi.

Þá kom upp sérkennilegt vandamál. Ekki var algengt á þeim árum að karlar væru með mikið skegg – það var alls ekki í tísku.

Því var auglýst eftir skeggjuðum karlmönnum á Norðurlöndunum, en meðal þeirra sem fóru var Stefán Karlsson handritafræðingur, síðar forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar. Stefán var þá ungur maður í Kaupmannahöfn. Hann fór til Noregs og dvaldi þar nokkra hríð við kvikmyndatökur ásamt öðrum skeggjuðum Norðurlandabúum.

Kirk Douglas var hins vegar vel rakaður í myndinni. Það voru aðallega statistarnir sem voru með skegg. Mér skilst reyndar að það sé fremur erfitt að koma auga á Stefán í myndinni.

Nú er þetta ekki vandamál. Skegg eru í tísku og fúlskeggjaðir karlmenn á hverju strái. Maður þarf ekki að fara lengra en í miðbæinn í Reykjavík, tína upp nokkra hipstera og þá er maður kominn langleiðina með að gera víkingamynd.

 

y5jqU5KjjAn7OAJAUfMuaiXgXo6

Stefán Karlsson handritafræðingur var í aukahlutverki í myndinni The Vikings. Stefán var vel skeggjaður, en Kirk Douglas var skegglaus. Löngu síðar lék Stefán hlutverk Hómers í uppfærslu Þjóðleikhússins á Helenu fögru eftir Offenbach. Þótti fara vel á því.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við