fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Vandi þjóðarbúsins

Egill Helgason
Föstudaginn 3. október 2014 15:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin er ekki í þægilegri stöðu.

Bjarni Benediktsson lýsir því yfir að ef ríkiseignir verði seldar fari það í lækkun skulda en til dæmis ekki í byggingu nýs spítala.

En þá hljóta menn að spyrja á móti hvers vegna á að verja á stórum fjárhæðum í að lækka verðtryggð lán fremur en að nota þá peninga til að lækka skuldirnar?

Skuldirnar eru að sönnu óþægilegar – þær bera vexti upp á 90 milljarða á ári. Til að standa undir skuldunum þarf að afla mikils gjaldeyris. En nú er staðan sú að viðskiptajöfnuðurinn er ekki nægilega hagstæður til þess. Við erum einfaldlega að eyða of miklu – til dæmis í bíla. Einkaneyslan á Íslandi er of mikil. Gengi krónunnar má helst ekki hækka. Það er jafnvel spurning hvort ekki þurfi að herða gjaldeyrishöftin fremur en hitt?

Meðan staðan er svona erum við í raun með þjóðarbú sem er gírað inn á að borga skuldir. Það er eiginlega ekki hægt að bæta í með því að byggja spítala eða hækka laun – sem ekki er þó vanþörf á. Þegar horft er á þessa stöðu verður að segjast eins og er að skuldaleiðréttingin virkar sem stílbrot, þótt hún verði eflaust kærkomin mörgum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!