fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Rússar og vodkastjórnmálin

Egill Helgason
Fimmtudaginn 2. október 2014 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vodka Politics er bók eftir Mark Lawrence Schrad. Hún fjallar um samband rússnesku þjóðarinnar og þessa görótta drykkjar allt frá tíma Ívans grimma. Það er eiginlega ótrúlegt hversu mikil áhrif drykkjuskapur hefur haft á sögu Rússa. Hann hefur verið uppspretta ómældra skatttekna fyrir ríkið, á tíma keisara, kommúnista og allt fram á þennan dag. Mikið af sögulegum atburðum í Rússlandi hafa gerst í ölæði og tilraunir til að hefta vodkaneysluna hafa endað illa – síðast þegar Gorbatsjov lét til skarar skríða gegn drykkjuskap. Nikulás keisari II vildi líka efla bindindissemi í upphafi síðustu aldar – það fór ekki vel fyrir honum. Reyndar er sagt að rússneski herinn hafi ekki verið jafndrukkinn í fyrri heimstyrjöldinni og í stríðinu við Japani 1905 – þá voru allir útúrfullir, bæði herforingjar og óbreyttir liðsmenn.

Aðrar þjóðir drekka vín eða bjór að megninu til, en vodka er drukkið í tíma og ótíma í Rússlandi, þegar menn vilja gleðjast, þegar menn eru þunglyndir og þegar menn vilja ná sér af kvillum. Sala á vodka var lengi það verðmætasta í rússneska ríkinu. Leyfum til sölu á drykknum var úthlutað, leyfishafar höfðu beinlínis hag af því að drykkjuskapurinn væri sem mestur og sömuleiðis ríkið sem fékk ómældar skatttekjur. Og um leið hélst hin drukkna þjóð í sinnuleysi.

Stalín vildi hafa fulla karla í kringum sig – en Boris Jeltsín sólundaði tíma sínum í embætti á fylliríi sem vakti furðu á Vesturlöndum. Og þetta heldur áfram á Pútínstímanum. Rússar drekka 13 lítra af áfengi að meðaltali ári, af því eru 8 lítrar í formi sterks áfengis. Til samanburðar má nefna að önnur mikil drykkjuþjóð, Bretar, drekka 10 lítra af áfengi að meðaltali, en þar eru aðeins tveir lítrar í formi sterks áfengis.

Áfengið veldur ómældum hörmungum í Rússlandi. Um fjórðungur rússneskra karla deyr fyrir 55 ára aldur, en meðalaldur karla er 64 ár. Staðhæft er að vodkadrykkju sé aðallega um að kenna. Vodkað veldur ekki bara heilsubresti, heldur deyja menn af slysförum, þeir fara sér að voða – og skaða nátturlega aðra líka. Mjög algengt er að börn á aldrinum 10-14 ára drekki áfengi að staðaldri. Og hin hryllilega staðreynd er að Rússum fækkar stöðugt, um 7 milljónir á árunum frá 1993 til 2010. Fólksfækkunin heldur áfram ef þróuninni verður ekki snúið við. Um leið eykst reiði og vanmáttur Rússa gagnvart heiminum – það er einmitt það sem Vladímir Pútín gerir út á.

Áfengisauglýsingar voru bannaðar í Rússlandi 2012. En tilraunir til að koma böndum á drykkjuna í alvörunni hafa mistekist eins og sagan sýnir. Ríkið er mjög háð tekjunum af vodka – en bönn leiða til þess að almenningur fer að drekka heimabruggðað áfengi eða jafnvel spíra sem getur valdið umsvifalausu heilsutjóni.

final-vp-cover-pdf-1-page-1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við