fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Eyjan

Til varnar tjáningarfrelsinu

Egill Helgason
Föstudaginn 9. janúar 2015 01:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég held að sé alveg rétt sem sums staðar er fullyrt, nefnilega að ofstækismönnum eins og þeim sem frömdu morðin á skrifstofu Charlie Hebdo í París sé skítsama um hvort hæðst sé að spámanninum Múhammeð eða birtar af honum teikningar.

Þeir eru einfaldlega að leita að tilefni til að fremja morð og ódæðisverk, magna upp hatur og sá glundroða.

Fyrst og fremst eru þeir ofbeldisdýrkendur – nihilistar.

En trúin er yfirvarp þeirra. Og hlutir sem við teljum sjálfsagða, í vestrænum samfélögum – eins og skopmyndir – verða þeim átylla til að drepa fólk.

Það versta sem við getum gert andspænis þessu er að ritskoða okkur sjálf, eins og á tíma Jótlandspóststeikninganna. Viðbrögðin eiga þvert á móti að vera þau að ganga fram af stolti og einurð og verja tjáningarfrelsið, einn mikilvægasta arf okkar Vesturlandabúa.

Þess vegna er mikilvægt að þingheimur sameinist fljótt og vel um tillögu Pírata sem kveður á um afnám laga gegn guðlasti. Þetta er 125. grein almennra hegningalaga. Hún hefur alltaf verið vond og óþörf, en sjaldan sem nú.

Í greinargerð með frumvarpinu segir:

„Það er hinsvegar ábyrgðarhluti lýðræðissamfélaga að svara slíkum árásum með þeim skýru skilaboðum að tjáningarfrelsið muni aldrei lúta fyrir manndrápum, ofbeldi eða hótunum. Meðal annars af þeirri ástæðu leggja flutningsmenn frumvarpsins til að Ísland leggi sitt af mörkum við að koma þeim skilaboðum á framfæri með því að gera frumvarp þetta að lögum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Við borðið eða á ganginum?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Við borðið eða á ganginum?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Vindhögg í beinni hjá sægreifum og RÚV

Orðið á götunni: Vindhögg í beinni hjá sægreifum og RÚV
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Auður Eir tengir sál við sál – 50 ára fermingarminning

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Auður Eir tengir sál við sál – 50 ára fermingarminning
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar