fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Eyjan

Stafrænt glerþak

Egill Helgason
Fimmtudaginn 8. janúar 2015 07:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sala á rafbókum virðist hafa rekist upp undir þak í Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem sala þeirra hefur verið mest.

Salan á rafbókum hefur margfaldast ár hvert, en nú ber svo við að hún hefur stöðvast.

Bókabúðir hafa verið að loka í stórum stíl á hinu enskumælandi svæði. Menn hafa nánast beðið eftir því að síðustu raunverulegu bókabúðirnar myndu deyja drottni sínum. Amazon og Kindle hafa virst óstöðvandi.

Í frétt í Financial Times segir að sala á bókum hjá keðjunni Waterstone hafi aukist um 5 prósent fyrir jólin, raunar eftir talsverða endurskipulagningu í búðunum. Í Foyles jókst bóksalan um 11 prósent. Um leið er fullyrt að sala á lestölvum sé langt undir væntingum, það hefur gerst bæði austan hafs og vesta.

Ýmis teikn eru um að fólki sé farið að leiðast að kaupa bækur og tónlist á rafrænu formi – svona eftir að mesta nýjabrumið er farið af. Vínýlplötur njóta nú mikilla vinsælda meðal ungs fólks – og hvarvetna er hægt að sjá plötuspilara til sölu, marga mjög skemmtilega hannaða.

Bókaútgefandinn Kristján B. Jónasson talar um „stafrænt glerþak“ á Facebook. Það er vel orðað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 klukkutíma
Stafrænt glerþak

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Við borðið eða á ganginum?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Við borðið eða á ganginum?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Vindhögg í beinni hjá sægreifum og RÚV

Orðið á götunni: Vindhögg í beinni hjá sægreifum og RÚV
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Auður Eir tengir sál við sál – 50 ára fermingarminning

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Auður Eir tengir sál við sál – 50 ára fermingarminning
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar