fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Eyjan

Ekki sérlega hættulegur heimur

Egill Helgason
Laugardaginn 3. janúar 2015 07:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víða má lesa um þessi áramót að heimurinn sé á leið til heljar, það er til dæmis vitnað í Martin Dempsey, formann herráðs Bandaríkjanna, sem sagði fyrir þingnefnd á árinu að heimurinn sé hættulegri staður en nokkru sinni fyrr.

En það er ekki raunin, ef marka má grein sem fræðimennirnir Steven Pinker og Andrew Mack skrifa í vefritið Slate. Heimurinn hefur aldrei verið friðsamlegri, segja þeir.

Heimurinn sé ekki að falla saman þrátt fyrir ISIS, Gaza, Donetsk, Krímskaga, ebólu og hættulegar löggur.

Þeir vara við því að fólk myndi sér skoðun á ástandi heimsmála út frá daglegum fréttum – þær eru settar fram þannig vekur ótta. Ef marka má fréttir er heimurinn alltaf að farast.

Pinker og Mack vísa í tölfræði. Hún sýnir að glæpatíðni er mun lægri í heiminum en áður. Ofbeldi gegn konum hefur minnkað mikið og réttindi kvenna hafa aukist. Hið sama er að segja um ofbeldi gegn börnum.

Það eru fleiri lýðræðisríki í heiminum en áður og færri einræðisríki. Þrátt fyrir framgöngu ISIS eru fjöldamorð mun fágætari en lengstum á tuttugustu öldinni. Mun færra fólk týnir lífi í stríðsátökum. Stríðsátökin eru mjög staðbundin og ekki sérstök hætta á að þau breiðist út, enda eru alþjóðastofnanir sterkari en á fyrri hluta tuttugustu aldar.

Þetta eru semsagt ekki sérlega hættulegir tímar, þvert á móti. Fleiri Bandaríkjamenn deyja til dæmis árlega vegna býflugnastunga en vegna hryðjuverka.

141209_Charts-armedconflicts.jpg.CROP.promovar-mediumlargeEitt af línuritunum sem Pinker og Mack birta, fjöldi látinna í stríði frá 1945.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Við borðið eða á ganginum?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Við borðið eða á ganginum?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Vindhögg í beinni hjá sægreifum og RÚV

Orðið á götunni: Vindhögg í beinni hjá sægreifum og RÚV
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Auður Eir tengir sál við sál – 50 ára fermingarminning

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Auður Eir tengir sál við sál – 50 ára fermingarminning
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar