fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Áramótaræður

Egill Helgason
Fimmtudaginn 1. janúar 2015 20:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæði biskupinn yfir Íslandi og forseti Íslands gera að umræðuefni ofgótt af gagnrýni í samfélaginu í áramótaræðum.

Það er alltaf áhugavert að fylgjast með vendingum Ólafs Ragnars Grímssonar, hann var lengi gagnrýnasti stjórnmálamaður Íslands, hlífði engum og þótti stundum fara yfir strikið í þessu efni. En nú er við völd ríkisstjórn sem er Ólafi þóknanleg – og gagnrýni er honum því ekki að skapi.

Eða hvað?

Þetta eru að sumu leyti erfiðir tímar fyrir stjórnmálamenn. Þeir setja eitthvað fram – og það er undir eins vegið og metið á samskiptamiðlum. Það þýðir voða lítið að tala um „bloggkóra“ í því sambandi. Þetta er orðinn partur af daglegum veruleika stjórnmálanna – það er einn mælikvarðinn á styrk þeirra hvernig þeim tekst að lifa með þessu.

Þeir geta kvartað, en það breytist ekki.

Og eins er það með kirkjuna. Ljós hennar er sett undir mæliker og hún getur ekki svarað með öðru en að verða sterkari í kenningunni, með því að vera sannari og klárari.

Því allar þessar kvartanir undan umræðu og gagnrýni virka hjáróma.

Sem betur fer talaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ekki á þessum nótum.

Hann talaði um nauðsyn þess að bæta kjör fólks sem er með lægri og millitekjur. Það er reyndar í anda þess sem hann sagði í áramótaávarpinu fyrir ári – en nú fer að koma tími fyrir efndir. Maður hlýtur að skilja þessi orð Sigmundar þannig að vilji forðast að meiri ójöfnuður myndist í samfélaginu. Án kauphækkana er líka ljóst að lítill gangur verður í efnahagslífinu.

Af ræðu Sigmundar má líka álykta að hann sé ekki búinn að gefast upp á að ná stórum fjárhæðum af föllnu bönkunum– „efnahagslegu svigrúmi“ eins og hann kallar það.

En Framsóknarflokkurinn er aðeins með 11 prósent í skoðanakönnunum, hann er næstum þrisvar sinnum minni en Sjálfstæðisflokkurinn. Þótt hann hafi eignast nýjan ráðherra um áramótin verður róðurinn erfiður í ríkisstjórninni. Læknadeilan harðnar enn, framundan eru líklega mikil átök á vinnumarkaði. Það gæti orðið algjör sprenging þegar farið verður að ræða um nýtt fiskveiðistjórnunarfrumvarp.

Þetta verður varla friðsamlegt ár, nei ekki sérlega, og þá þýðir ekki bara að kvarta undan gagnrýnni umræðu. Slíkt gefur frekar til kynna að menn séu rökþrota – kunni ekki að tala fyrir málstað sínum.

Annars er merkilegt að enginn af flokksformönnunum eða leiðtogum þjóðarinnar minntist á alþjóðamál í ræðum sínum. Þó hefur margt og misjafnt verið á seyði á alþjóðavettvangi. Með stríðsátökunum í Úkraínu hefur til dæmis fallið um koll sú stefna Ólafs Ragnars Grímssonar að nálgast Rússum. Úkraínudeilan hefur orðið þess valdandi að Ísland skipar sér kirfilega í flokk með gömlum bandalagsþjóðum í Vestrinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 20 klukkutímum
Áramótaræður

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist