fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433

Norðurlöndin í samvinnu gegn hagræðingu úrslita

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. apríl 2018 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðurlöndin verða fyrsta svæði heims þar sem samvinna verður milli landa gegn hagræðingu úrslita. Þetta var boðskapur Norrænu þekkingar- og menningarnefndarinnar á þemaþingi Norðurlandaráðs á Íslandi. Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er fulltrúi Íslands í ráðinu.

Alþjóðlegur vandi
Hagræðing úrslita er mikill vandi um allan heim og er óheilbrigð menning í heimi íþrótta. Þess vegna er mikilvægt að Norðurlandaráð leggi áherslu á málefnið þannig að svæðið verði leiðandi og torveldi í sameingu þeim sem hagræða úrslitum að flytja starfsemi sína milli Norðurlanda.
Hagræðing úrslita er alþjóðlegt vandamál og nefndarmenn vilja senda skýr skilaboð um þörfina fyrir norrænt samstarf. Á fundinum á Akureyri 10. apríl var samþykkt tillaga til Norrænu ráðherranefndarinnar um að hún styðji í öllum meginatriðum áform ólympíunefnda og íþróttasambanda landanna um að Norðurlönd verði fyrsta svæði heims sem kemur á fót kerfi um gagnkvæma viðurkenningu á refsiaðgerðum vegna hagræðinga úrslita í íþróttaleikjum alls staðar á Norðurlöndum.

Svíþjóð vísar veginn með setningu laga
Um leið og stefnumótunarferlið heldur áfram skiptir máli að hvert og eitt hinna norrænu ríkja líti til nýrra lausna. Í Svíþjóð hefur starfið verið eflt með nýju furmvarpi til laga sem meðal annars kveður á um harðari refsingar gagnvart þeim sem uppvísir eru að hagræðingu úrslita og að hafa áhrif á leikmenn og sömuleiðis gagnvart þeim sem nýta sér tækifærin sem felast í íþróttastarfi þar sem úrslit hafa verið hagrædd.

Spilafyrirtæki gegna mikilvægu hlutverki
Norrænu ólympíunefndirnar og íþróttasamböndin vinna náið saman um regluverk sem á að taka til allra Norðurlandanna en nefndin leggur áherslu á að spilafyrirtækin í löndunum gegni einnig mikilvægu hlutverki gegnum sín kerfi sem geta tryggt og þróað eftirlit með hagræddum úrslitum.

Tillagan sem samþykkt var byggir á gagnkvæmri viðurkenningu á refsiaðgerðum vegna hagræðingar úrslita og þingmannatillögu frá flokkahópi jafnaðarmanna. Tillagan er nú send áfram til meðferðar á þingi Norðurlandaráðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“
433Sport
Í gær

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“