fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Fréttir

Réðust inn á skemmtistaðinn KIKI og lömdu dyravörð

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 19:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir karlmenn, þeir Stefán Jakob Eyjólfsson og Hjalti Guðmundsson voru á dögunum sakfelldir fyrir líkamsárás sem átti sér stað á skemmtistaðnum KIKI á Laugavegi í maí árið 2016. Fékk Stefán 30 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm og Hjalti fimm mánaða skilorðsbundinn dóm en Hjalti var einnig sakfelldur fyrir ítrekuð umferðarlagabrot.

Voru tvímenningarnir sakfelldir fyrir að hafa í félagi veist að dyraverði inni á skemmtistaðnum og og slegið hann ítrekað í höfuðið með krepptum hnefa, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut marga yfirborðsáverka á höfði. Árásin átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 22. maí 2016, inni á skemmtistaðnum KIKI að Laugavegi.

Fram kemur í dómi að lögregla hafi verið kvödd að skemmtistaðnum umræddan nótt. Á vettvangi var brotaþolinn, sem var dyravörður, og starfsfélagar hans. Þeir skýrðu frá því að eftir lokun hefði verið barið að dyrum og þegar opnað var hefðu fimm menn verið fyrir utan sem vildu fá að ræða við starfsmann. Þegar þeir fengu ekki samband við hann hefðu þeir veist að dyravörðum og meðal annars slegið  umræddan dyravörð. Dyravörðurinn leitaði á slysadeild í kjölfarið og lagði fram kæru.

Við yfirheyrslur neitaði Hjalti að hafa verið á staðnum þegar þetta átti sér stað. Honum var sýnt myndband af atvikinu enneitaði að tjá sig um það hvort hann sæist á því eða ekki. Fyrir dómi sagðist hann hafa verið að vinna á bar í miðbænum þessa nótt til klukkan hálfsex Stefán svaraði spurningum lögreglu ýmist með því að segjast ekki vita eða hann kaus að tjá sig ekki. Fyrir dómi  ítrekaði það sem hann bar hjá lögreglu um minnisleysi sitt. Kvaðst hann hafa játað sök þar sem hann hann sæi sig á myndbandinu. Þá sagði hann að þeir Hjalti þekkust en hann kvaðst ekki sjá Hjalta á myndbandinu.

Dyravörðurinn lýsti því svo að þegar búið var að loka á Kiki þessa nótt hefði verið barið fast að dyrum og einnig sparkað. Dyraverðir hefðu opnað og þá séð hina ákærðu fyrir utan. Þeir hefðu viljað komast inn og sagst vera að leita að félaga sínum sem ekki var á staðnum. Sagði hann að eftir nokkur orðaskipti hefðu þeir ráðist á sig og barið sig margsinnis í höfuðið. Sagði hann Hjalta og Stefán hafa verið að verki ásamt fleirum.

Fyrir dómnum játaði Stefán að hafa átt þátt í líkamsárásinni. Hjalti neitaði því hins vegar en játaði á sig sök í þeim ákæruliðum sem sneru að umferðarlagabrotum hans.

Fram kemur í niðurstöðu dómsins að Stefán hafi nokkrum sinnum verið sektaður, aðallega fyrir fíkniefnalagabrot.Hjalti var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í júní 2017 fyrir líkamsárás og að aka sviptur ökurétti. Dómurinn var tekinn upp og dæmdur með þessu tiltekna  máli. Auk fangelsisrefsingarinnar var Hjalti dæmdur til að greiða 400.000 krónur í sekt.

Tvímenningarnir voru sömuleiðis óskipt dæmdir til að greiða dyraverðinum rúmar 400 þúsund krónur í miskabætur til brotaþolands auk sakakostnaðar upp á tæpar 40 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ólafur spyr af hverju Björn og Davíð séu svona gáttaðir – Morgunblaðið hafi ítrekað haldið þessu fram

Ólafur spyr af hverju Björn og Davíð séu svona gáttaðir – Morgunblaðið hafi ítrekað haldið þessu fram
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Aðstöðuleysið við flakið sé vanvirða við þá sem lentu í slysinu – „Ótrúlega löng ganga sem maður fékk lítið fyrir“

Aðstöðuleysið við flakið sé vanvirða við þá sem lentu í slysinu – „Ótrúlega löng ganga sem maður fékk lítið fyrir“
Fréttir
Í gær

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi
Fréttir
Í gær

Handtóku mann sem þóttist vera sendiherra – Sagðist vera baróninn af Vestur Arktíku

Handtóku mann sem þóttist vera sendiherra – Sagðist vera baróninn af Vestur Arktíku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Matarboð í Laugardalshverfi leiddi til heimsóknar frá lögreglu

Matarboð í Laugardalshverfi leiddi til heimsóknar frá lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu upp 20 sjómönnum – Skýringin sögð skipulagsbreytingar en formaður stéttarfélagsins segir það fyrirslátt

Sögðu upp 20 sjómönnum – Skýringin sögð skipulagsbreytingar en formaður stéttarfélagsins segir það fyrirslátt