fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Skipulögð glæpasamtök koma að giftingum – Útvega fölsuð skjöl og flytja fólk á áfangastað

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri úttekt danska ríkislögreglustjóraembættisins kemur fram að skipulögð glæpasamtök hafi hönd í bagga með mörgum giftingum sem fram fara í Danmörku. Danmörk er vinsælt land til að ganga í hjónaband í og í sumum litlum sveitarfélögum skipta tekjur vegna þessa töluverðu máli enda þurfa verðandi hjón að gista og borða á meðan þau eru í landinu.

En eins og í mörgu öðru þá koma skipulögð glæpasamtök við sögu í þessum geira. Þau sjá um að útvega fólki fölsuð skjöl og jafnvel koma því til Danmerkur þar sem hjónavígslan fer síðan fram. Þetta gera glæpasamtökin ekki af manngæsku einni saman því peningar eru drifkrafturinn eins og í mörgu öðru. Verðandi hjón greiða fyrir þjónustuna en það að ganga í hjónaband í Danmörku getur auðveldað fólki að fá dvalarleyfi í öðru aðildarríki ESB.

Danska ríkisútvarpið segir að samkvæmt lögum þá séu málamyndarhjónabönd heimil í Danmörku en nú eru uppi sterkar raddir meðal stjórnmálamanna um að banna þau. Mai Mercado, ráðherra barna- og félagsmála, segir að Danmörk eigi ekki að vera eins og einhverjar bakdyr inn í ESB. Talsmaður jafnaðarmanna, Mattias Tesfaye, tekur undir þetta.

Hugmyndir ráðherrans og jafnaðarmanna ganga út á að setja á laggirnar sérfræðingahóp sem fari yfir nauðsynleg skjöl þegar fólk sækir um heimild til að ganga í hjónaband í Danmörku. Þetta muni eiga við þegar viðkomandi eru ekki danskir ríkisborgarar eða með varanlegt dvalarleyfi í Danmörku. sérfræðingahópurinn geti hafnað því að fólk fái að ganga í hjónaband ef hann metur það sem svo að um málamyndarhjónaband sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast