fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Sanngjörn krafa Eyjamanna að ekki sé lagt á aukagjald þegar Landeyjahöfn er lokuð

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 30. janúar 2017 18:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Fjölskylda sem ferðast að meðaltali einu sinni í mánuði með Herjólfi þegar siglt er í Þorlákshöfn greiðir hátt í hálfa milljón á ári. Þetta segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum á vefsíðu sinni og gagnrýnir muninn á gjaldskrá Herjólfs sem breytist eftir því hvort silgt sé í Landeyjahöfn eða til Þorlákshafnar. Þegar reiknað sé saman gjald sem fjögurra manna fjölskylda á bíl, miðað við tvo fullorðna, ungling og barn í koju, þarf að greiða 35.880 kr., ef sama fjölskylda fer frá Vestmannaeyjum og til Þorlákshafnar einu sinni í mánuði kostar það 430.560 kr. á ári. Ferðin Landeyjarhafnar kostar hins vegar 10.840 kr. og rúmar 130 þúsund krónur. Frá og með 30. desember í fyrra hefur Herjólfur silgt til Þorlákshafnar tvisvar á dag þangað til annað verður tilkynnt:

Þjóðvegurinn milli lands og Eyja liggur í dag um Landeyjahöfn.  Það er sanngjörn og eðlileg krafa Eyjamanna að þegar þjóðvegurinn til Vestmannaeyja (Landeyjahöfn) er lokaður og farið er lengri og erfiðari hjáleið um Þorlákshöfn þá sé ekki lagt aukalegt gjald á notendur heldur gildi að fullu sú gjaldskrá sem gildir fyrir Landeyjahöfn,

segir Elliði. Segir hann að það kosti yfirleitt ekki að ferðast eftir þjóðvegum á Íslandi, ber hann saman kostnaðinn við Landeyjahöfn, sem kostaði rúma 4 milljarða, við jarðgöng víða um land. Héðinsfjarðagöng kostuðu 14,2 milljarða, Bolungarvíkurgöng kostuðu um 6,5 milljarða, ekkert gjald er tekið fyrir að fara í gengum þau göng, en Hvalfjarðargöng sem kostuðu 4,6 milljarða árið 1996 kosti fjögurra manna fjölskyldu á bíl 2000 krónur báðar leiðir.

Þegar litið er til fólksflutninga með ferjum þá kemur í ljós að rúm 15 mínútna leið með ferju frá eyju í Noregi yfir á meginlandið kostar rúmar 55 nkr., 110 nkr. báðar leiðir, eða um 1.400 kr. Lengri ferjur geta hins vegar kostað allt að 7.000 kr. báðar leiðir. Ferjan frá Scrabster í Skotlandi til Stromness á Hjaltlandseyjum er hins vegar nokkuð dýrari, hún tekur rúmar 90 mínútur og kostar 183 pund aðra leiðina, eða rúmar 52 þúsund krónur báðar leiðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS