fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Guðni forseti tekur á móti flóttafólki á Bessastöðum í dag

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 30. janúar 2017 14:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands býður flóttafólki frá Sýrlandi til móttöku á Bessastöðum síðdegis í dag. Er þetta er fyrsta sinn sem forseti Íslands heldur slíka móttöku fyrir flóttafólk. Ákvörðunin um þetta var tekin í hádeginu í dag, en upphaflega stóð til að Guðni ásamt Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra, Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og fulltrúum Rauða krossins tæki á móti Sýrlendingunum á Keflavíkurflugvelli.

Hópurinn sem kemur í dag er sá þriðji á þessu ári, en tekið var á móti hinum tveimur hópnunum á Keflavíkurflugvelli. Ekki er vitað á þessum tímapunkti hvort ákvörðunin um að hafa sérstaka móttöku á Bessastöðum tengist ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að banna komur fólks frá Sýrlandi til Bandaríkjanna, en ráðherrar og þingmenn á Íslandi hafa mótmælt þeirri tilskipun harðlega.

Forseti Íslands hefur ekki tjáð sig efnislega um ákvörðun Bandaríkjaforseta, en í heillaskeytinu sem Guðni sendi Trump þegar sá síðarnefndi tók við embætti fyrir skömmu minnti Guðni Donald á það sem hann kallaði sameiginleg gildi þjóðanna, tjáningarfrelsi, jafnrétti og jafnan rétt fólks óháð litarhafti og trú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga