fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Björn skýtur á Gunnar Smára: Ingi ætti að birta úttekt á útgefandanum sjálfum

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 27. janúar 2017 16:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason. Mynd/DV
Björn Bjarnason. Mynd/DV

Björn Bjarnason þáttastjórnandi og fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins skýtur föstum skotum á Gunnar Smára Egilsson ritstjóra Fréttatímans í vefdagbók sinni í dag.  Gunnar Smári hefur blásið til söfnunar fyrir Fréttatímann, svipað og breska dagblaðið Guardian gerði árið 2014, til að geta haldið úti útgáfu blaðsins en Björn bendir á að Gunnar Smári er skráður fyrir 46% hlut í blaðinu. Vitnar Björn í skrif Páls Vilhjálmssonar um Sósíalistaflokk Gunnars Smára á Fésbók, sem var áður flokkur um að gera Ísland að fylki í Noregi:

Gunnar Smári velur sér einatt málstað á síðasta snúningi. Kortéri áður en Ólafur F. Magnússon missti embætti borgarstjóra nokkrum vikum fyrir hrun var Smárinn orðinn aðstoðarmaður hans. Örugga leiðin til að finna andstreymi umræðunnar er að kíkja á hvaða dyntir eru upp á pallborði Gunnars Smára. Nú stendur gamaldags fríblaðaútgáfa höllum fæti og auðvitað er Gunnar Smári þar í stafni,

Gunnar Smári Egilsson.
Gunnar Smári Egilsson.

segir Páll. Björn segir meginstefið í Fréttatímanum vera greinar eftir Inga Frey Vilhjálmsson um afskriftir eftir hrun:

„Ingi F. segir ekki alla söguna heldur beinir spjóti sínu einkum að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og fjölskyldu hans. Leitað er að nýjum „vinklum“ til að endurtaka sömu söguna hvað eftir annað,“

segir Björn:

Nú þegar Gunnar Smári hefur snúið sér með söfnunarbauk til almennings má vænta þess að Ingi F. geri lesendum Fréttatímans grein fyrir fjármálaumsvifum stofnanda félagsins Frjáls fjölmiðlun, útgefanda og ritstjóra Fréttatímans.

Væri Ingi F. samkvæmur sjálfum ætti hann að birta almenningi úttekt á fjármálaumsvifum Gunnars Smára svo að hann geti tekið upplýsta ákvörðun um að leggja honum til fjármuni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist