fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Ögmundi vikið úr nefnd: „Þá er bara að fara aðrar leiðir“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 27. janúar 2017 15:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur JónassonÖgmundi Jónassyni, fyrrverandi þingmanni og ráðherra Vinstri grænna, hefur verið gert að víkja úr nefnd sem átti að skoða nýgerða búvörusamninga, en Ögmundur var skipaður í nefndina af Gunnari Braga Sveinssyni fyrrverandi ráðherra landbúnaðarmála. Hefur Gunnar Bragi gagnrýnt nýja ríkisstjórn fyrir að skipa aftur í nefndina, telur hann að talsmenn heildsala eigi ekki erindi í nefndina.

Ögmundur segir á vefsíðu sinni að honum hafi verið tilkynnt í morgun að hann eigi að víkja úr nefndinni:

Í skýringum við þá skipan í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar, var mér sagt að ég hefði mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði enda komið að tengdum málum sem fyrrverandi formaður BSRB, m.a. í nefndum aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda, auk þess sem ég hefði reynslu af Alþingi og í ríkisstjórn af neytendamálum, byggðamálum og heilbrigðisþætti matvælaframleiðslunnar,

segir Ögmundur. Þar að auki hafi ekki þótt verra að Ögmundur í hliðhollur íslenskum landbúnaði og vildi efla hinar dreifðu byggðir:

Ný ríkisstjórn er sem kunnugt er fyrst og fremst ríkisstjórn verslunarinnar og þá sérstaklega stóru verslunarkeðjanna; þeirra sem dregið hafa til sín gríðarlega fjármuni í arð á sama tíma og landbúnaðurinn – sérstaklega sá hluti hans sem byggir á samvinnurekstri – hefur skilað raunlækkun til neytenda.

Þar af leiðandi hafi það verið rökrétt hjá ríkisstjórninni að fela starfsmönnum landbúnaðarráðuneytisins að hringja í Ögmund og tilkynna honum að framlag hans til fyrirhugaðarar vinnu væri ekki lengur óskað:

Hið ósagða í skilaboðum ráðherrans var að sjálfsögðu að mér væri ekki treystandi að halda á málum í samræmi við stefnu og áherslur nýrrar ríkisstjórnar.

Hvað mig varðar er hægt að taka þessum fréttum jákvætt og líta á þær sem viðurkenningu á því að litið sé svo á, að ég gæti orðið til nokkurs nýtur í nefndarstarfinu. Nema vandinn væri vitanlega svo aftur sá, að það yrði fyrir rangan málstað!

Þá er bara að fara aðrar leiðir. Menn geta látið frá sér heyra án þess að vera í nefnd!

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist