fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Eyjan

Húsnæðismálin eru ekki nefnd

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 29. janúar 2017 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silja Dögg Gunnarsdóttir þingkona Framsóknarflokks.
Silja Dögg Gunnarsdóttir þingkona Framsóknarflokks.

Ný ríkisstjórn hefur nú tekið við stjórn landsins. Reykjanes leitaði til þingmanna, sem búsettir eru á Suðurnesjum og bað þá að svara eftirfarandi spurningum.
Silja Dögg Gunnarsdóttir þingkona Framsóknarflokks svaraði spurningum blaðsins.

Hvernig líst þér á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks,Bjartrar framtíðar og Viðreisnar?

Mér þykir stefnuyfirlýsingin ekki mjög greinargóð. Mætti vera ítarlegri. Þar eru margir ágætir punktar, svo langt sem það nær, en ég hef áhyggjur af því að húsnæðismálin eru ekki nefnd og ekki nægileg áhersla á að bæta kjör aldraðra. Ég hef líka verulegar áhyggjur af því að 10 af 11 ráðherrum eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu og þarf að leiðandi er sú hætta fyrir hendi að landbyggðin verði útundan. Þar hef ég sérstakar áhyggjur af heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni, fjarskiptum og samgöngum. Við Suðurnesjamenn eigum engan ráðherra og það er neikvætt að mínu mati. Fimmta stærsta sveitarfélag landsins ætti að eiga ráðherra, í það minnsta ætti kjördæmið okkar, Suðurkjördæmi, að eiga einn fulltrúa í ríkisstjórn.

En ég ætla að leyfa nýju fólki að njóta vafans. Í ríkisstjórn er ágætt fólk og ég vona að þau hafi góða dómgreind og þekkingu til að bera, kjark til að fara í erfið mál og úthald til að klára þau. Stefnuyfirlýsing er eitt – það eru orð á blaði – það verður áhugavert að sjá nýja ríkisstjórn láta verkin tala.

Hver verða helstu baráttumálin fyrir Suðurnesin á kjörtímabilinu?

Tvímælalaust bættar samgöngur og þá á ég við umbætur á Grindavíkurvegi, tvöföldun Reykjanesbrautar og viðhald á Reykjanesbraut. Við þurfum einnig að vera samhent í baráttunni fyrir fjölgun hjúkrunarrýma á Suðurnesjum sem og að styrkja stöðu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja enn frekar. Þá stofnun er hægt að nýta mun betur en nú er gert.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?