fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Öruggast að skipa frjálshyggjufólk í ráðherraembætti þar sem einkavæðing er ekki möguleiki

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 25. febrúar 2017 16:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen í Eyjunni á ÍNN.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra var gestur Björns Inga Hrafnssonar í þættinum Eyjunni á ÍNN sem var frumsýndur á fimmtudagskvöldið. Þau ræddu þar vinsældir ríkisstjórnarinnar, fyrirhugaðar aðgerðir hennar, hvaða verkefni blasi við í ráðuneytinu og margt fleira.

Aðspurð um það hvernig það væri að sitja í ríkisstjórn sem nýtur ekki meirihlutastuðnings samkvæmt skoðanakönnunum segir Sigríður að miðað við hvernig ríkisstjórnum hafi farnast eftir hrun, sem nutu mikils meðbyrs í upphafi, sé ef til vill betra að byrja með minna fylgi en meira.

Það blés ekki byrlega fyrir þeim ríkisstjórnum sem byrjuðu með 50-60% fylgi í upphafi. Við höfum ekkert áhyggjur af þessu.

Við erum með dagskrá, menn geta kallað það vinstri, hægri eða miðju en ég er sjálf ekki föst í þessum hugtökum. Við erum með ákveðin málefni, sum eiga meira upp á pallborðið hjá vinstri mönnum og önnur hjá hægri mönnum eins og gengur. Aðalatriðið er að þetta sé ríkisstjórn sem að komi einhverju í verk, með raunhæf markmið án þess að leggja efnahagslíf hér á hliðina.

Ég hef nú oft sagt það að fyrir svona hægri eða frjálshyggjumanneskju eins og mig sé kannski öruggast að setja mann í eitthvað svona embætti þar sem eru ekki miklir möguleikar á einkavæðingu en það eru samt möguleikar til hagræðingar og þátttöku frá öðrum en opinberum aðilum.

Sigríður segir að mikilvæg verkefni séu fyrir höndum í ráðuneyti hennar, til að mynda að skipa nýja dómara við Landsréttur sem tekur til starfa næstu áramót. Löggæsluáætlun og réttargæsluáætlun verður kynnt á næstu misserum og er það í fyrsta sinn sem það er gert.

Í þeim felast fyrirheit um aukinn stuðning svo rennt verði frekari stoðum undir þessi mikilvægu svið, löggæslu og Landhelgisgæsluna og þar fram eftir götunum.

Fjármál þjóðkirkjunnar er annað mál sem Sigríður segir mikilvægt að fá þau á hreint og klára þau mál, gamall samningur ríkis og kirkju hefur verið bitbein. Sátt sé mikilvæg svo hægt sé að ,,hætta að röfla yfir gömlum málum‘‘.

Málefni foreldra, umgengnistálmanir og forræði yfir börnum er annað atriði sem Sigríður leggur áherslu á enda hafi þau mikið verið á milli tannanna á fólki. Hún telur ástæðu til þess að skerpa á reglum og skoða þau vandlega.

Sigríður er yfirlýst frjálshyggjukona og aðspurð að því hvort að áherslur Sjálfstæðisflokksins og þeirra sem standa hægra megin í pólítík hafi komist til skila í stjórnarsáttmálanum segir hún svo vera.

Auðvitað verða menn að átta sig á því að þessi ríkisstjórn, eins og allar ríkisstjórnir á Íslandi er samsteypuríkisstjórn og menn þurfa að gera málamiðlanir, það fá ekki allir sínu fram enda er það líka óraunhæft að ætla að ná öllum sínum málum fram á fjórum árum.

Hér má sjá þáttinn í heild sinni

Eyjan 23FEB17 from inntv on Vimeo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin