fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Hefðu aldrei greitt reglulega í lífeyrissjóð ef þeir hefðu vitað af skerðingum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. febrúar 2017 21:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgvin Guðmundsson fv. borgarfulltrúi.

Mikill áhugi er nú á þvi í Félagi eldri borgara í Reykjavík að fara í mál við ríkið til þess að hnekkja skerðingum á lífeyri eldri borgara hjá almannatryggingum, en þeir sem fá lífeyri úr lífeyrissjóðum verða að sæta miklum skerðingum lífeyris hjá Tryggingastofnun enda þótt lífeyrir úr lífeyrissjóðum hafi átt að vera viðbót við almannatryggingar.

Þetta segir Björgvin Guðmundsson fv. borgarfulltrúi sem mjög hefur látið til sín taka í réttindabaráttu eldri borgara.

Hann fjallar um málið á fésbókarsíðu sinni og segir að eldri borgarar, launþegar, hefðu aldrei greitt reglulega alla sína starfsævi í lífeyrissjóð, ef þeir hefðu vitað,að ætlunin væri að skerða lífeyri almannatrygginga af þeim sökum. Það hafi verið komið aftan að fólkinu sem sparað hefur alla sína starfsævi í lífeyrissjóðum.

„Mál þetta hefur verið rætt í stjórn Felags eldri borgara í Reykjavík og þar hefur komið fram tillaga um að hefja undirbúning að málsókn. Aðalfundur félagsins verður haldinn eftir nokkra daga. Mönnum er ljóst,að mál þetta krefst mikils undirbúnings.Það þarf að safna upplýsingum því til staðfestingar að lífeyrissjóðirnir hafu átt að vera viðbót við almannnatryggingar. Öllu verkalýðsfólki, sem kom að og fylgdist með stofnun lífeyrissjóðanna ber saman um, að lífeyrissjóðirnir hafi átt að vera viðbót við almannatryggingar. Aldrei var minnst á, að lífeyrissjóðirnir hafi átt að valda skerðingu á réttindum félagsmanna í almannatryggingum. Ef sú hugmynd hefði komið fram hefði sennilega enginn greitt í lífeyrissjóð.

Þetta atriði er ef til vill þungamiðja málsins: Forsenda þess að greiða í lífeyrissjóð var sú að lífeyrissjóðirnir yrðu hrein viðbót við almannatryggingar,“ segir Björgvin Guðmundsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu