fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Guðlaugur Þór fundaði með Stoltenberg: Versnandi öryggishorfur í Evrópu

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. febrúar 2017 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þróun öryggismála í Evrópu og tengslin vestur um haf vorum meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem fram fór í tengslum við fund varnarmálaráðherra bandalagsins, sem haldinn er í Brussel í dag og á morgun.

Stoltenberg er fv. forsætisráðherra Noregs, eins og kunnugt er. Á fundinum var ennfremur rætt um aukinn varnarviðbúnað bandalagsins og gerði utanríkisráðherra grein fyrir stefnu stjórnvalda í öryggis- og varnarmálum og auknum framlögum og virkari þátttöku í störfum Atlantshafsbandalagsins. Einnig var rætt um viðbúnað og eftirlit á Norður-Atlantshafi í ljósi vaxandi mikilvægis svæðisins, að því er segir í skeyti frá utanríkisráðuneytinu.

„Því miður hafa öryggishorfur í Evrópu versnað á umliðnum árum og Atlantshafsbandalagið brugðist við með því að auka varnarviðbúnað sinn. Hér verða öll ríki að leggja sitt að mörkum og það kom skýrt fram í máli framkvæmdastjóra að framlag Íslands á síðustu árum og áratugum skiptir máli og er mikils metið,“ segir Guðlaugur Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu