fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Píratar þurfa að hugsa sinn gang: Rödd þeirra hefur dofnað, þótt þingmönnum hafi fjölgað

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 1. febrúar 2017 12:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jónas Kristjánsson. Mynd: DV

„Píratar kvarta stundum yfir að hafa lakari aðgang að fjölmiðlum en hefðbundnir stjórnmálaflokkar. Þurfa raunar sjálfir að skoða betur sinn gang. Stundum virðist svo sem lítil almannatengsl séu þar í gangi eða að fólk haldi þau gerast af sjálfu sér. Svo er ekki. Hafi flokkar eða aðrir hópar eitthvað að segja, þurfa þeir að vekja athygli fjölmiðla og vefmiðla á málefni sínu.“

Þetta segir Jónas Kristjánsson, fv. ritstjóri, í pistli á heimasíðu sinni. Hann bendir á, að fjölmiðlar og ekki síður vefmiðlar séu opnir fyrir pírötum eins og öðrum.

„Fjölmiðlun á vegum pírata er í skötulíki. Fuglabjargið er nánast ónotað og Pírataspjallið hefur dofnað. Nú eru þingmenn pírata orðnir tíu og þeir eiga að vera sýnilega eitthvað að gera,“ segir Jónas.

Hann segir í öðrum pistli að rödd pírata hafi dofnað, þótt þingmönnum þeirra hafi fjölgað.

„Þeir hafa að mestu yfirgefið Pírataspjallið á vefnum. Áður var þar mikið fjör og þar vildu jafnvel andstæðingar pírata tala. Nú er sama innleggið eftir Jón Þór Ólafsson búið að hanga á toppnum í þrjár vikur samfleytt. Auðvitað á þar að vera nýtt efni nokkrum sinnum á dag. En það er eins og allur vindur hafi fokið burt í kosningunum, sem ollu mörgum vonbrigðum. Eftir miklar væntingar í baráttunni náðu gömlu flokkarnir og afkvæmi þeirra vopnum sínum,“ segir Jónas Kristjánsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar