fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Gylfi vill að fyrirtæki sem ekki vinni aflann hér fái ekki kvóta: Hótanir útgerðarinnar lýsa hroka

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 29. mars 2017 17:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ. Mynd: Sigtryggur Ari.

Tilkynning útgerðarrisans HB Granda um að botnfiskvinnslu á Akranesi verði hætt hefur farið illa í marga eins og gefur að skilja. Nú starfa 270 manns hjá HB Granda á Akranesi, þar af 93 við vinnslu botnfisks. Nú hefur miðstjórn Alþýðusambands Íslands sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar lýst er yfir þungum áhyggjum af þessum fyrirætlunum fyrirtækisins. Þær beri merki um hroka og skort á samfélagslegri ábyrgð samkvæmt yfirlýsingunni.

Gylfi Arnbjörnsson formaður ASÍ segir í samtali við Eyjuna ljóst sé að mikil styrking krónunnar hafi haft slæmt áhrif á atvinnuhorfur í fiskvinnslu og víðar. Það sem liggi þó að þessari harðorðu yfirlýsingu miðstjórnar séu þær hótanir forráðamanna sjávarútvegsfyrirtækja að flytja fiskvinnslu úr landi.

Það gengur ekki. Það er klárt mál,

segir Gylfi.

Það hafi komið í ljós þegar umræður stóðu milli Íslands og Evrópusambandsins um hugsanlega aðild að sambandinu að það vanti ,,alla félagslega vídd og dýpt“ í íslensku sjávarútvegsstefnuna. Þegar kvóta sé úthlutað til útgerðarinnar sé engin skylda lögð þeim á herðar hvað varðar hvert honum er landað eða hvar hann sé unninn. Það sé hins vegar gert í ESB með löndunarskyldu á stórum hluta aflaheimilda og mönnunarskyldu.

Gylfi segir að ASÍ muni fylgjast vel með því að ef útgerðarfyrirtæki ætli sér að flytja úr landi vinnslu aflans og ef það verði raunin hljóti það að kalla á verulegar breytingar á sjávarútvegsstefnunni, til að mynda með ákvæðum um atvinnuöryggi í landvinnslunni.

Þú átt við að fyrirtæki sem vinni ekki aflann hér fái engan kvóta?

Það teldi ég að ætti að vera. Ég hef alltaf sagt það að svo lengi sem fyrirtækin eru að sinna sinni samfélagslegu skyldu og skila aflanum til vinnslu hér í landi þá ganga hlutirnir vel fyrir sig. Hótanir um það að það eigi að fara að flytja þetta úr landi kerfisbundið til að komast undan áhrifum gjaldmiðilsins gengur ekki upp.

Það skýtur skökku við þegar maður horfir á eitt af stærstu fyrirtækjunum í íslenskum sjávarútvegi sem er að fara að borga út næstum 2 milljarða í arð ætli sér að fara í hagræðingaraðgerðir af þessum toga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar