fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Augljóslega mikið í mun að láta ekki koma fram að Kaupþing kæmi að kaupunum

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 29. mars 2017 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Bjarni Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson á blaðamannafundi í morgun. Mynd/Sigtryggur Ari

Augljós megintilgangur blekkingarfléttu Ólafs Ólafssonar var að leyna raunverulegu eignarhaldi á hlut Eglu hf. í Búnaðarbankanum. Þetta sagði Kjartan Bjarni Björgvinsson formaður Rannsóknarnefndar Alþingis á blaðamannafundinum vegna skýrslunnar um þátt þýska bankans Hauck & Aufhäuser í einkavæðingu Búnaðarbankans. Segir Kjartan Bjarni að allir þræðir fléttunnar hafi verið í höndum Ólafs Ólafssonar. Aðspurður um tilganginn með fléttunni sagði Kjartan Bjarni:

Augljóslega var einn megintilgangurinn að leyna raunverulegu eignarhaldi á hlut Eglu hf. í Búnaðarbankanum. Það er augljóst að mönnum hefur verið mikið í mun að það kæmi ekki fram að Kaupþing kæmi þar nærri, að Ólafur Ólafsson kæmi þar með meiri hætti fram en opinberlega hafði verið kunngjört. Og við sjáum það t.d. í öllum þeim tölvupóstum sem við höfum aflað að það er lögð rík áhersla á það að leynd ríki um þessi samskipti og öðrum en þröngum hópi manna verði ekki kunnugt um það.

Kjartan sagði það ekki umfjöllunarefni nefndarinnar að kanna hvort refsiverð brot hafi verið framin, sagði hann að Alþingi þurfi að skipa þriggja manna nefnd til að kanna það. Aðspurður hvort hægt sé að gera sér í hugarlund hvers vegna farið var í þessa fléttu segir Kjartan Bjarni:

Sennilega vegna þess að þeim hefur þótt óþægilegt að þetta spyrðist út. En ég held að þeir séu betur til þess fallnir að svara þeirri spurningu en ég.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar