fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Steingrímur: Engar tilraunir gerðar til að múta mér – „Ber keim af umsáturskenningum“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 29. mars 2017 07:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra segir að aldrei hafi verið reynt að bera á hann fé eða honum persónulega hótað þegar hann tókst á við bankahrunið í sinni ráðherratíð á árunum 2009 til 2013. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra hefur greint frá því að hann hafi fengið tilboð frá erlendum aðilum, á vegum vogunarsjóða, sem vart hafi verið hægt að túlka öðru vísi heldur en sem boð um mútur, í því skyni hann ynni að því að finna hagkvæma niðurstöðu fyrir þá í viðræðum við íslensk stjórnvöld.

Sagði Sigmundur að slíkt hið sama eigi við um fleiri ráðherra síðustu ríkisstjórnar og staðfesti Gunnar Bragi Sveinsson, sem var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Sigmundar, í samtali við Eyjuna í gær að maður hefði ýjað að mútum við sig í veislu.

Sjá frétt Eyjunnar: Stóra mútumálið: Þessir sögðu já – Þessir nei

Sigmundur Davíð fullyrðir að erlendir aðilar hafi reynt að múta sér til að ná ákjósanlegri niðurstöðu í viðræðum við íslensk stjórnvöld. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

„Ég fékk aldrei nokkurn tíman minnsta þef af því reynt væri að bera á mig fé eða athuga hvort maður væri falur. Það get ég algjörlega fullyrt. Varðandi það hvort að við höfum með einhverjum hætti þurft að sitja undir hótunum þá er það nú grárra svæði. Á köflum voru auðvitað hörð samskipti, það var þjarmað að Íslandi, ekki satt? Það hafði auðvitað aldrei nein minnstu áhrif. Ég varð aldrei var við að reynt væri að hafa áhrif á mig eða fólk í kringum mig með annarlegum hætti,“ segir Steingrímur í samtali við DV.

Telur sögur um stórfelldan lobbýisma orðum auknar

Steingrímur segir að hörð átök hafi orðið og erlendir aðilar hafi gefið það í skyn að þeir hygðust leita réttar síns, og það hafi þeir gert. Það hafi síðan bara haft sínar boðleiðir og Ísland hafi tekið til varna. Ekki sé óeðlilegt að menn leiti réttar síns, það sé þvert á móti fullkomlega eðlilegt.

Ég held nú að sögur um einhvern stórkostlegan lobbýisma og almannatengsla starfsemi erlendra aðila hér á landi í tengslum við uppgjör hrunsins séu nú stórkostlega orðum auknar. Það er ekki skrýtið að menn reyna að passa upp á sína hagsmuni og ég átta mig ekki á því hvernig menn ætla að reyna að stoppa slíkt eða hvort ástæða sé til að gera mikið úr því. Mér finnst þetta bera ansi mikinn keim af umsáturskenningum,

segir Steingrímur en bætir því við að þar með sé hann ekki að bera brigður á lýsingar Sigmundar Davíðs:

Ég hef svo sem engar forsendur til þess. Maður veit ekkert um þetta annað en það sem hann segir núna, löngu síðar. Ég er bara sammála Brynjari Níelssyni um það að búi menn yfir einhverjum upplýsingum af þessu tagi, sem þeir tóku alvarlega á sínum tíma, þá er auðvitað stóra spurningin af hverju var ekki strax gerð grein fyrir því og það rannsakað. Ef reynt var að bera fé á íslenska ráðherra er það auðvitað stóralvarlegt mál sem ætti, og hefði átt, að rannsaka og setja í formlegan farveg. Það er eitthvað sem þarf að upplýsa um og hafi slíkir tilburðir verið hafðir uppi þarf að fara í saumana á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Óvinir!

Nína Richter skrifar: Óvinir!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?