fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Hanna Katrín við Birgittu: „Þú hlýtur að vera ein af skipuleggjendunum“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 28. mars 2017 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.

Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar segir að stjórnarandstaðan tali markvisst um Viðreisn og Bjarta framtíð sem litla valdalausa aðila sem hafi gengist Sjálfstæðisflokknum á hönd og að Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sé einn skipuleggenda þeirrar orðræðu.

Undir liðnum Störf þingsins á Alþingi í dag ræddi Birgitta um ummæli Hönnu Katrínar um helgina þar sem hún sagði að fylgistap Viðreisnar og Bjartrar framtíðar mætti rekja til áherslu stjórnarandstöðunnar á að heimfæra góðu verk ríkisstjórnarinnar upp á Sjálfstæðisflokkinn og þannig draga úr störfum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar:

Mig langar í ljósi þessa að spyrja háttvirtan þingmann hvað það sé nákvæmlega sem við þingmenn stjórnarandstöðunnar höfum gert til að ausa lofi á Sjálfstæðisflokkinn. Hvað ætlar háttvirtur þingmaður að gera til að bregðast við því vantrausti sem hefur komið fram í skoðanakönnunum undanfarið, annað en að beina fingri að einhverjum öðrum?

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata.

spurði Birgitta. Hanna Katrín sagði að ummæli sín í Silfrinu væru viðurkenning og hún hefði bara minnst á þetta í framhjáhlaupi. Taldi hún upp verkefni sem ríkisstjórnin væri að vinna að, til dæmis innleiðing jafnlaunavottunar, breytingar á lagaumhverfi mjólkuriðnaðarins og endurskoðun búvörusamnings, verkefni sem ríkisstjórn án Viðreisnar myndi ekki vinna að:

Öll þessi mál eru unnin með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Öll voru þau uppi á borðinu í kosningabaráttunni. Þið hafið endalaust notið þess, svo ég svari því nú til, (Forseti hringir.) og það er ekki hægt annað en að fara bara í umræðu ykkar í fjölmiðlum almennt, ætíð spyrt okkur við Sjálfstæðisflokkinn sem litla bróður, sem litla valdalausa aðilann, að við höfum gengist honum á hönd og svo framvegis. Þú hlýtur að þekkja orðræðuna vegna þess að þú hlýtur að vera ein af skipuleggjendunum. En þannig er þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni