fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Vilja bæta aðstöðu HB Granda á Akranesi

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 28. mars 2017 18:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiskmjölsverksmiðja HB Granda á Akranesi. Mynd: DV

Bæjarstjórn Akraness lýsir yfir eindregnum vilja til að ganga frá samkomulagi við HB Granda og Faxaflóahafnir um gerð landfyllingar og nauðsynlegar endurbætur á hafnaraðstöðu við Akraneshöfn til að unnt sé að koma til framkvæmda áformum fyrirtækisins frá 2007 og 2014 um uppbyggingu á Akranesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarstjórninni.

Bæjarstjórn Akraness er tilbúin að ná samkomulagi við HB Granda og Faxaflóahafnir um eftirtalin atriði:

  • Landfyllingu sem verði u.þ.b. 40.000 m2 ásamt tilheyrandi sjóvörn.
  • Á landfyllingunni verða skipulagðar lóðir fyrir starfsemi HB Granda m.a. fyrir fiskvinnsluhús, frystigeymslu og uppsjávarvinnsluhús
  • Akraneskaupstaður annast nauðsynlegt skipulag svæðisins, aðalskipulag og deiliskipulag. Umhverfisfyrirspurn og ef nauðsyn krefur, umhverfismati, verði lokið og unnið verði eftir markmiðum HB Granda um samfélagslega ábyrgð.
  • HB Grandi reisi fiskivinnsluhús, frystigeymslu og uppsjávarvinnsluhús.
  • Orkuveita Reykjavíkur ljúki við tengingar og lagningu veitukerfa vatns, hitaveitu, rafmagns og fráveitu.

Bæjarstjórn Akraness leggur fram meðfylgjandi fjórar tillögur um útfærslur og er sveitarfélagið nú sem fyrr reiðubúið að vinna ötullega að lausnum sem tryggja munu starfsemi þessa öfluga fyrirtækis á Akranesi og nauðsynlega framþróun þess hvort sem litið er til landrýmis vegna landvinnslu eða hafnaraðstöðu.

Bæjarstjórn Akraness óskar eftir því við stjórn HB Granda að fresta um mánuð áformum um lokun botnfiskvinnslu á Akranesi og endurskoði áform sín í ljósi ofangreinds.  Með þessu gefst bæjarstjóra og forstjóra HB Granda svigrúm til að skoða til hlítar aðra þá kosti sem eru í stöðunni, bæjarfélaginu og fyrirtækinu til heilla. Samofin saga HB Granda og Akraneskaupstaðar er of mikilvæg og verðmæt til að henni verði kollvarpað í einu vetfangi. Því ber aðilum skylda til að leita allra leiða til farsællar lausnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni