fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Teitur: Áform HB Granda kalla á lækkun veiðigjalda – Lilja: „Hvers konar brandari er það?“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 28. mars 2017 15:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ef raunverulegur vilji sé til þess að treysta atvinnuskilyrði, auka starfsöryggi starfsfólks og auka byggðafestu þá eigi lækkun veiðigjalda að koma til greina. Ákvörðun HB að loka bolfiskvinnslu á Akranesi og segja upp 93 starfsmönnum var rædd á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins.

Sagði Teitur Björn það ekki ofsögum sagt að áformin séu mikið reiðarslag og mikið áfall fyrir starfsfólkið og íbúa. Í stærra samhenginu sé því miður hætt við að þetta verði ekki einangrað tilvik:

Mikil hækkun launa, veruleg styrking krónunnar, háir vextir setja fjölmargar fiskvinnslur í verulegan vanda víða um land og það er ekki hægt að horfa fram hjá því að gjöld á atvinnuveginn umfram aðrar útflutningsgreinar eru íþyngjandi, gjöld sem leggjast sérstaklega þungt á lítil og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki á landsbyggðinni. Ef það er raunverulegur vilji til þess að treysta atvinnuskilyrði, auka starfsöryggi starfsfólks og auka byggðafestu hlýtur lækkun þeirra að vera einn valkostur sem er í stöðunni,

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG. Eyjan/Gunnar

sagði Teitur Björn á Alþingi í dag.

Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna svaraði Teit og sagði að vegna ákvörðunar HB Granda þurfi stjórnvöld að horfast í augu við að kvótakerfið hafi skapað atvinnuóöryggi hjá þeim sem starfi í kringum sjávarútveg:

Svona blasir þetta við og menn geta ekki endalaust sagt að þetta sé ekki kvótakerfinu að kenna. Kvótakerfið virkar eins og blóðtappi sem hrekkur út um allt samfélagið. Einn daginn er það Flateyri, annan daginn Þingeyri og síðan eru það Þorlákshöfn, Vestmannaeyjar, Akranes — það veit enginn hvar þessi blóðtappi lendir næst. Svo koma menn, eins og háttvirtur þingmaður Teitur Björn Einarsson, og tala um að lækka veiðigjöld á Granda, að það þurfi að bregðast við og lækka veiðigjöld á Granda. Hvers konar brandari er það að vera að tala um þetta í þessu samhengi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón