fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Það hlýtur að vera hægt að nota peningana betur en þarna er gert

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 28. mars 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grímur Atlason fyrrum sveitarstjórnarmaður

Mörg sveitarfélög eyða gríðarlega hárri prósentu skatttekna í stjórnsýslu. Reynslubolti úr sveitarstjórnarmálum, fyrrum bæjarstjóri Bolungarvíkur og Dalabyggðar Grímur Atlason, velti fyrir sér stjórnsýslukostnaði nokkurra sveitarfélaga víða um land í pistli á Facebook síðu sinni. Hann segir það með ólíkindum hve miklir fjármunir fari í að reka lítil sveitarfélög víða um land. Sum staðar fari næstum því helmingur skatttekna í rekstur stjórnsýslu og Grímur vill að meiri áhersla verði lögð á sameiningu smærri sveitarfélaga. Ef farið yrði í slíkar aðgerðir er hægt að nýta þessa peninga í þarfari verkefni en að borga sveitarstjórnarfólki laun.

Grímur tekur nokkur dæmi víða af landinu máli sínu til stuðnings þar sem smærri sveitarfélög eyða gríðarlegum fjárhæðum í rekstur stjórnsýslu. Þessar tölur fær hann úr ársreikningum sveitarfélaganna frá árinu 2015.

Í Reykhólahreppi búa 267 manns og hafði hreppurinn tæpar 117 milljónir í skatttekjur árið 2015 og fékk 155 milljónir frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þar fóru hvorki meira né minna en 43% skatttekna í rekstur stjórnsýslu eða rúmar 49 milljónir króna.

Í Kaldrananeshreppi búa hvorki meira né minna en 103 íbúar. Þar fær hreppurinn rúmar 47 milljónir í skatttekjur og tæpar 37 milljónir frá jöfnunarsjóði. Þar fara 17,9 milljónir í stjórnsýsluna eða 38% af skatttekjum hins 103 íbúa hrepps.

Í Súðavík á Vestfjörðum búa 184 manns. Þar skiluðu skatttekjur 101,4 milljónum í kassann árið 2015 og jöfnunarsjóður lagði til nánast sömu upphæð. Stjórnsýslan tók til sín 37,8 milljónir eða sem nemur 37% af skatttekjum Súðavíkur.

Að lokum nefnir Grímur Borgarfjarðarhrepp þar sem 124 manns búa. Þar græddi hreppurinn 51,7 milljónir í skatttekjur og fékk hann 61 milljón frá jöfnunarsjóði. Stjórnsýslan þar kostaði 18,4 milljónir eða 36% af skatttekjum.

Svona getur maður haldið áfram. Það hlýtur að vera hægt að nota peningana betur en þarna er gert. Þessi rekstur stjórnsýslunnar (sveitarstjóra, sveitarstjórna, skrifstofu o.s.frv.) fyrir jafn mikið hlutfall skatttekna sveitarfélaganna hreinlega æpir á breytingar,

segir Grímur og lýkur svo pistlinum með vangaveltum um það hvers vegna Reykhólahreppur, Strandabyggð, Kaldrananeshreppur og Árneshreppur sameinist ekki svo dæmi sé tekið og nái þar með niður þessum háa stjórnsýslukostnaði. Margt uppbyggilegt væri eflaust hægt að gera fyrir þá fjármuni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni