fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Margrét: Hvað á unga parið að gera?

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 27. mars 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Kristmannsdóttir.

„Ungt par sem ég þekki vel hefur undanfarin ár leigt 2ja herbergja íbúð í hverfi 111 í Reykjavík og er svo heppið að borga ekki nema 170.000 krónur á mánuði.“

Þetta segir Margrét Kristmannsdóttir, fyrrverandi formaður SVÞ og núverandi framkvæmdastjóri Pfaff. Í pistli hér á Eyjunni fjallar hún um vandræði ungs fólks á húsnæðismarkaði og rekur raunasögu ungs pars sem hún þekkir vel. Margrét segir:

„Eigendur þessarar íbúðar vildu selja íbúðina fyrir rétt um ári síðan og var íbúðin þá metin af fasteignasala á 26 milljónir. Eigendurnir hættu hins vegar við að selja eignina á þeim tíma enda á leið erlendis þ.a. áfram bauðst unga parinu að leigja íbúðina. Síðan gerist það fyrir rúmum mánuði að aftur er haft samband við unga parið og þeim tjáð að núna eigi að selja íbúðina og að aftur muni fasteignasali koma til að meta eignina. Nokkrum dögum síðar lá verðmatið fyrir. Ásett verð er ekki lengur 26 milljónir eins og fyrir ári síðan heldur er íbúðin nú metin á 34 milljónir eða 8 milljónum hærra – eða hækkun sem nemur um 30% á milli ára.“

Hvað á unga parið að gera, spyr Margrét. Á það að kaupa þó verðið sé allt of hátt fyrir þeirra fjárhag. Reyna að finna aðra íbúð eða taka áhættuna að enda á götunni.

Úr vöndu er að ráða en dapurlegast er að þetta unga par er bara eitt af þúsundum ungmenna sem eru í neyð á húsnæðismarkaðinum og munu verða á næstu árum þvi talið er að það taki 3 til 4 ár að koma jafnvægi á markaðinn á ný.

Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Margrét bætir við að líklega þekki hver einasti Íslendingur ungt fólk sem sé fast í foreldrahúsum eða hafi hrakist á milli leiguíbúða eða reynir með aðstoð ungmenn að kaupa húsnæði sem það ráði síðan ekki við að greiða af. Margrét bætir við að það leysi ekki vandann að reyna kenna hruninu um, verkalýðshreyfingunni eða AirBNB.

„Þó að hægt sé að argast út í alla þessa aðila fyrir að leyfa málum að þróast með þessum hætti þá eru fleiri og fleiri sem beina sjónum sínum að leigufélögunum sem fitnað hafa eins og púkinn á fjósbitanum í núverandi árferði. Leigufélögin hafa keppt við almenning um kaup á fasteignum og átt sinn þátt í hækkun bæði fasteigna- og leiguverðs. Og það þarf ekki mikinn fjármálaspekúlant til að sjá að ungt fólk á ekki roð í leigufélögin þegar bæði sýna áhuga á sömu eigninni. Í þeirri viðureign á Davíð ekki roð í Golíat.“

Þá segir Margrét að lokum:

En er nú komið að þeirri spurningu hvaða mann Golíat hafi raunverulega að geyma? Er óskhyggja að leigufélögin dragi úr arðsemiskröfu sinni á meðan núverandi staða ríkir á fasteignamarkaðinum? Að þau hætti við frekari kaup fasteigna í samkeppni við almenning? Er óskhyggja að vona að samfélagsleg ábyrgð komi í stað gróðrarhyggju?

Getur Golíat sett sig í spor unga parsins sem verður mögulega á götunni eftir örfáar vikur?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni