fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

Rannsóknarnefnd Alþingis: Kaup Hauck & Afhäuser á Búnaðarbankanum til málamynda

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 27. mars 2017 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

S-hópurinn. Búnaðarbankinn sameinaðist Kaupþingi skömmu eftir kaupin. Mynd/DV: Kristinn Ingvarsson

Aðkoma þýska bankans Hauck & Afhäuser að kaupum á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003 var til málamynda og tímabundið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í Fréttablaðinu í dag en þar eru birtar upplýsingar úr bréfi rannsóknarnefndar Alþingis um kaupin.

Fram kemur að mat nefndarinnar sé að aðkoma bankans hafi verið í „reynd aðeins að nafni til“. Þýska bankanum hafi auk þess verið tryggt skaðleysi af þátttöku sinni í viðskiptunum. Fram kemur í bréfi nefndarinnar að upplýsingar hennar sýni að dagana áður en skrifað var undir kaupsamning Eglu hf. (Hauck & Afhäuser keypti hlutinn í gegn um félagið) og S-hópsins um kaup á hlut íslenska ríkisins í Búnaðarbankanum í janúar 2003, hafi hópur manna staðið að gerð tveggja samninga á milli þýska bankans og Eglu annars vegar og þýska bankans og aflandsfélags hins vegar. Aflandsfélagið útvegaði Kaupþing til að standa að samningunum.

Í svarbréfi Ólafs Ólafssonar til nefndarinnar er fullyrt að „engum blekkingum [hafi] verið beitt gagnvart ríkinu“ þegar hluturinn í Búnaðarbanka var keyptur, S-hópurinn hafi boðið hæsta verð fyrir hlutinn og ríkið hafi fengið kaupverðið greitt að fullu.

Rannsóknarnefndin fær ekki séð að ríkið hafi á nokkru stigi verið upplýst um þessa samninga. Rúmum tveimur árum eftir kaup þýska bankans í Búnaðarbankanum hafði hann selt hlutinn til Ólafs Ólafssonar og félaga í S-hópnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Rýnt inn í framtíðina

Björn Jón skrifar: Rýnt inn í framtíðina
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok