fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

Sigmundur: Mér hefur verið hótað og boðið mútur – „Töldu að þetta hlytu að vera hugarórar, einhvers konar paranoja“

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 26. mars 2017 15:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins.

„Allt of fáir stjórnmálamenn sem vilja stjórna. Kerfið er að verða allsráðandi. Við erum að færast úr lýðræði yfir í kerfisfræði og þá fara menn bara sínu fram.“

Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Sprengisandi þegar hann ræddi um kaup þriggja vogunarsjóða og að Goldman Sachs-bankinn hefði keypt sem samsvarar 29,18 prósent í Arion banka en ríkið hefur stefnt á að selja hlut sinn í Arion-banka, Íslandsbanka og meirihluta sinn í Landsbankanum. Sigmundur segir að þeir sem standa á bak við Vogunarsjóðina hafa marga möguleika til að gæta hagsmuna sinna og hámarka þá og að stjórnmálamenn verði að þora að standa uppi í hárinu á þeim. Segir Sigmundur að næstum allar stærstu lögmannsstofur landsins hafi á einhverjum tímapunkti starfað fyrir þessa aðila.

„Það var gert grín að því af sumum þegar ég fór að lýsa því á flokksþingi 2015 hvernig þessir aðilar störfuðu, lýsa atburðum sem ég hafði lent í. Einhverjir töldu að þetta hlytu að vera hugarórar, einhvers konar paranoja. En svo hefur eitt og annað komið í ljós og menn sjá betur og betur hvernig þessir aðilar starfa. Núna sjáum við að þessi kaupenda hópur hefur beitt ýmsum ráðum í ýmsum löndum og því skyldu þeir ekki beita þeim ráðum sem þeir komast upp með á Íslandi eins og annars staðar.“

Ertu að vísa þarna í mútumál eins sjóðsins? Ertu að halda því fram að eitthvað slíkt sé í gangi hér?

„Ég er ekki að saka neina Íslendinga að hafa þegið mútur, en ég veit að mér var boðið að leysa málin á þann hátt að ég gæti verið sáttur við þá og þeir yrðu sáttir og málið leyst. Mér var reyndar líka hótað, oftar hótað en mér var boðin ásættanleg lausn.“

Hvað ertu að segja mér núna, að þér hafi verið boðin ásættanleg lausn, hvað þýðir þetta?

„Það voru oftar en einu sinni menn sendir að tala við mig, spyrja mig hvort að ég væri ekki til í það að klára þetta mál þannig að allir gætu vel við unað.“

Hvort þú værir falur?

„Já, já, ég er að segja það.“

„Oftar var það hins vegar á hinn veginn, eftir því sem á leið, þá voru skilaboðin þau að ég skyldi ekki láta mér detta í hug að Íslendingar gætu búið til þetta fordæmi sem við værum að reyna að setja og það hefði engar afleiðingar í för með sér,“ sagði Sigmundur og bætti við:

„Þetta eru aðferðirnar sem eru notaðar og þær eru býsna fjölbreytilegar og skrautlegar á köflum. Enda hagsmunirnir sem eru hérna undir það gífurlega miklir. Það sem þarna var um að ræða, það sem eftir stóð í slitabúunum, og þessir aðilar voru að reyna að hámarka, eru svo mikil verðmæti að það nemur nánast sömu upphæð og verðmæti flest allra fasteigna á Íslandi. Þegar að slíkir hagsmunir eru undir þá gera menn eitt og annað til þess að verja þá.“

[klippa id=“http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP53326″]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir