fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

Þórarinn um Costco: „Fólk komið með upp í kok af þeim sem hafa stýrt smásölumarkaði hér á landi”

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 26. mars 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, er andlit fyrirtækisins. Hann er einarður talsmaður lágs vöruverðs og hefur ákveðnar skoðanir á því hvers konar starfsmannastefna sé árangursríkust. Hann er í viðtali við helgarblað DV. Frétt þess efnis að hann hafi hækkað laun hjá Dominos til að lækka aunakostnað hefur vakið mikla athygli. Segir Þórarinn að Costco muni breyta miklu þegar verslun þeirra opnar.

Sjá einnig: Hækkaði laun til að lækka launakostnað

Hjá Domino’s hækkaðirðu laun, hvað með laun hjá IKEA?

„Hjá IKEA höfum við ítrekað hækkað laun langt umfram kjarasamninga, hvort sem um er að ræða að borga þrettánda mánuðinn eða viðbótarhækkanir. Mér finnst oft að menn séu að borga fólki alltof lágt, eins lágt og þeir komast upp með. Það er rangt. Ef fólkið er ánægt þá vinnur það betur.

Það er of algengt að litið sé á starfsfólk og viðskiptavini sem einnota. Það er stöðugt verið að hugsa um hvernig hægt sé að hámarka daginn í dag í staðinn fyrir að hugsa um velferð starfsfólks og hvernig hægt sé að tryggja að viðskiptavinurinn komi aftur eftir tíu ár, jafn ánægður.“

Hvernig líst þér á komu Costco hingað til lands?

„Fólk er komið með upp í kok af þeim aðilum sem hafa stýrt heild- og smásölumarkaði hér á landi. Ég held að við munum sjá verulegar breytingar með komu Costco. Ég held líka að þónokkur fyrirtæki muni líða undir lok. Costco mun breyta því hvað við borgum fyrir hluti eins og dekk, tölvu og sjónvarp. Ég held að koma Costco sé það besta sem hefur hent íslenskan almenning lengi.

Við getum haft mikil áhrif á það hvernig samfélagi við búum í. Það eru ekki bara stjórnmálamenn sem ákveða það. Það eru allir sem ákveða það, þú með þínum gjörðum og ég með mínum. Neytendur eiga ekki að samþykkja að það sé verið að níðast á þeim.“

Hér má finna viðtalið við Þórarinn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“